Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Svo bar við að Jesús sat að borði í húsi hans. Margir tollheimtumenn og bersyndugir sátu þar með honum og lærisveinum hans en margir fylgdu honum. Fræðimenn af flokki farísea, sem sáu að hann samneytti tollheimtumönnum og bersyndugum, sögðu þá við lærisveina hans: „Hann etur með tollheimtumönnum og bersyndugum.“
Jesús heyrði þetta og svaraði þeim: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.“

Markúsarguðspjall 2.15-17

Hundrað orða hugleiðing

Það mátti lesa í gulu pressunni í Jerúsalem að meistarinn sæti til borðs með alls konar liði sem vermdi nú aldeilis ekki efstu bekki samfélagsins. Þetta var heldur betur tilefni til að skjóta nokkrum safaríkum spekiorðum á twitter og hneykslislogarnir risu þar blásvartir en einhverjir mölduðu í móinn honum til varnar af því að þeir voru svo rosalega frjálslyndir. Mynd á Gramminu fór eins og eldur í sinu um heilabú hugprúðra borgara sem supu hinar frægu hveljur. Þetta var klikkað. Meistarinn heyrði þetta, sneri sér við og sendi stórskilaboð: „Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.“ Þögn.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Svo bar við að Jesús sat að borði í húsi hans. Margir tollheimtumenn og bersyndugir sátu þar með honum og lærisveinum hans en margir fylgdu honum. Fræðimenn af flokki farísea, sem sáu að hann samneytti tollheimtumönnum og bersyndugum, sögðu þá við lærisveina hans: „Hann etur með tollheimtumönnum og bersyndugum.“
Jesús heyrði þetta og svaraði þeim: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.“

Markúsarguðspjall 2.15-17

Hundrað orða hugleiðing

Það mátti lesa í gulu pressunni í Jerúsalem að meistarinn sæti til borðs með alls konar liði sem vermdi nú aldeilis ekki efstu bekki samfélagsins. Þetta var heldur betur tilefni til að skjóta nokkrum safaríkum spekiorðum á twitter og hneykslislogarnir risu þar blásvartir en einhverjir mölduðu í móinn honum til varnar af því að þeir voru svo rosalega frjálslyndir. Mynd á Gramminu fór eins og eldur í sinu um heilabú hugprúðra borgara sem supu hinar frægu hveljur. Þetta var klikkað. Meistarinn heyrði þetta, sneri sér við og sendi stórskilaboð: „Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.“ Þögn.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir