Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús gaf því gætur hvernig boðsgestir völdu sér hefðarsætin, tók dæmi og sagði við þá: „Þegar einhver býður þér til brúðkaups, þá set þig ekki í hefðarsæti. Svo getur farið að manni þér fremri að virðingu sé boðið og sá komi er ykkur bauð og segi við þig: Þoka fyrir manni þessum. Þá verður þú með kinnroða að taka ysta sæti. Far þú heldur er þér er boðið og set þig í ysta sæti svo að sá sem bauð þér segi við þig þegar hann kemur: Vinur, flyt þig hærra upp! Mun þér þá virðing veitast frammi fyrir öllum er sitja til borðs með þér. Því að hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.“

Lúkasarguðspjall 14. 7-11

Hundrað orða hugleiðing

Hann var vanur að skunda alltaf á fremsta bekk. Fyrir miðju. Leit gjarnan hróðugur í kringum sig. Lét sig sjaldan vanta. Hann. Krosslagði hendur og horfði fram í kórinn. Hugsaði hvað það væri heppilegt ef hægt væri að kaupa sæti fyrir fram, númerað. Svona svipað og Saga Lounge, nett setustofa áður en haldið væri í loftið. Brottfararstofa með útsýni. Myndi örugglega auka kirkjusókn. Kirkjuferðir hans voru hálfgerðar brottfarir frá erli dagsins. Honum fannst það. Góð hvíld. Síðasti sálmur sunginn, léttir. Hugsaði: Hvar skyldi vera að finna lítillækkun í kyrrþey til að krækja sér í þægilega upphafningu? Sleppa fremsta bekknum næst?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús gaf því gætur hvernig boðsgestir völdu sér hefðarsætin, tók dæmi og sagði við þá: „Þegar einhver býður þér til brúðkaups, þá set þig ekki í hefðarsæti. Svo getur farið að manni þér fremri að virðingu sé boðið og sá komi er ykkur bauð og segi við þig: Þoka fyrir manni þessum. Þá verður þú með kinnroða að taka ysta sæti. Far þú heldur er þér er boðið og set þig í ysta sæti svo að sá sem bauð þér segi við þig þegar hann kemur: Vinur, flyt þig hærra upp! Mun þér þá virðing veitast frammi fyrir öllum er sitja til borðs með þér. Því að hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.“

Lúkasarguðspjall 14. 7-11

Hundrað orða hugleiðing

Hann var vanur að skunda alltaf á fremsta bekk. Fyrir miðju. Leit gjarnan hróðugur í kringum sig. Lét sig sjaldan vanta. Hann. Krosslagði hendur og horfði fram í kórinn. Hugsaði hvað það væri heppilegt ef hægt væri að kaupa sæti fyrir fram, númerað. Svona svipað og Saga Lounge, nett setustofa áður en haldið væri í loftið. Brottfararstofa með útsýni. Myndi örugglega auka kirkjusókn. Kirkjuferðir hans voru hálfgerðar brottfarir frá erli dagsins. Honum fannst það. Góð hvíld. Síðasti sálmur sunginn, léttir. Hugsaði: Hvar skyldi vera að finna lítillækkun í kyrrþey til að krækja sér í þægilega upphafningu? Sleppa fremsta bekknum næst?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir