Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús svaraði þeim: „Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! og marga munu þeir leiða í villu. Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess að skelfast ekki. Þetta á að verða en endirinn er ekki þar með kominn. Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.
Þá munu menn framselja yður, pína og taka af lífi og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns. Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata. Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. Og vegna þess að lögleysi magnast mun kærleikur flestra kólna. En sá sem staðfastur er allt til enda verður hólpinn. Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma.“

Matteusarguðspjall 24. 4-14

Hundrað orða hugleiðing

Leit upp úr súkkulaðibollanum í aðventuboði safnaðarins og sagðist fara um kvöldið í jólahlaðborð eldri borgara. Spurði prestinn hvort ekki væri hægt að geyma þennan dómsdagsboðskap þar til eftir jól. Þetta dómsdagsraus truflaði aðventugleðina og væri nú ekki beint jólalegt. Það kom aðeins á prestinn og hann sagði stólræðulega að þetta snerist um það að vera tilbúinn þegar Drottinn kæmi. Hún sagðist vera það og hefði lengi svona hálft í hvoru átt von á honum miðað við djöfulganginn úti í heimi og linnulaus manndráp. Nú væri hún hins vegar vant við látin og dagskráin óvenju þétt hjá henni næstu vikurnar.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús svaraði þeim: „Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! og marga munu þeir leiða í villu. Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess að skelfast ekki. Þetta á að verða en endirinn er ekki þar með kominn. Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.
Þá munu menn framselja yður, pína og taka af lífi og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns. Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata. Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. Og vegna þess að lögleysi magnast mun kærleikur flestra kólna. En sá sem staðfastur er allt til enda verður hólpinn. Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma.“

Matteusarguðspjall 24. 4-14

Hundrað orða hugleiðing

Leit upp úr súkkulaðibollanum í aðventuboði safnaðarins og sagðist fara um kvöldið í jólahlaðborð eldri borgara. Spurði prestinn hvort ekki væri hægt að geyma þennan dómsdagsboðskap þar til eftir jól. Þetta dómsdagsraus truflaði aðventugleðina og væri nú ekki beint jólalegt. Það kom aðeins á prestinn og hann sagði stólræðulega að þetta snerist um það að vera tilbúinn þegar Drottinn kæmi. Hún sagðist vera það og hefði lengi svona hálft í hvoru átt von á honum miðað við djöfulganginn úti í heimi og linnulaus manndráp. Nú væri hún hins vegar vant við látin og dagskráin óvenju þétt hjá henni næstu vikurnar.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir