Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“

Matteusarguðspjall  28.18-20

Hundrað orða hugleiðing

Ýmis efniviður um trú hlóðst að honum þegar hann hugsaði út í tilgang lífsins. Meistarinn frá Nasaret hafði alltaf átt dálítið samtalshorn í huga hans – sem og á góðum stundum höfundur lífsins honum ættskotinn. Hann taldi sig vera venjulegan nútímamann sem hafði oftast fundið fyrir návist meistarans. Hafði ekki hátt um það því öðrum kom það svo sem ekki við. Þetta var hans einkamál eins og pinnúmerið. En hann var núna ósáttur við þennan nána félaga sinn sem ætlaði að fylgja honum allt til enda veraldar. Gæti hann verið svo vinsamlegur og rifjað upp kærleiksorð sín við stríðsóða herra heimsins?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.“

Matteusarguðspjall  28.18-20

Hundrað orða hugleiðing

Ýmis efniviður um trú hlóðst að honum þegar hann hugsaði út í tilgang lífsins. Meistarinn frá Nasaret hafði alltaf átt dálítið samtalshorn í huga hans – sem og á góðum stundum höfundur lífsins honum ættskotinn. Hann taldi sig vera venjulegan nútímamann sem hafði oftast fundið fyrir návist meistarans. Hafði ekki hátt um það því öðrum kom það svo sem ekki við. Þetta var hans einkamál eins og pinnúmerið. En hann var núna ósáttur við þennan nána félaga sinn sem ætlaði að fylgja honum allt til enda veraldar. Gæti hann verið svo vinsamlegur og rifjað upp kærleiksorð sín við stríðsóða herra heimsins?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir