Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Maður sá var sjúkur er Lasarus hét, frá Betaníu, þorpi Maríu og Mörtu, systur hennar. Nú gerðu systurnar Jesú orðsending: „Drottinn, sá sem þú elskar er sjúkur.“

Þegar Jesús kom varð hann þess vís að Lasarus hafði verið fjóra daga í gröfinni. Betanía var nálægt Jerúsalem, hér um bil fimmtán skeiðrúm[ þaðan.
Margir Gyðingar voru komnir til Mörtu og Maríu til að hugga þær eftir bróðurmissinn.
Þegar Marta frétti að Jesús væri að koma fór hún á móti honum en María sat heima. Marta sagði við Jesú: „Drottinn, ef þú hefðir verið hér væri bróðir minn ekki dáinn. En einnig nú veit ég að Guð mun gefa þér hvað sem þú biður hann um.“
Jesús segir við hana: „Bróðir þinn mun upp rísa.“ Marta segir: „Ég veit að hann rís upp í upprisunni á efsta degi.“
Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“
Hún segir við hann: „Já, Drottinn. Ég trúi að þú sért Kristur, Guðs sonur, sem koma skal í heiminn.“

Jóhannesarguðspjall 11.1,3,17-27

Hundrað orða hugleiðing

„Þetta er náttúrlega kjarni trúarinnar,“ heyrðist sagt í útskriftarveislunni í gegnum orðaskóginn og hláturöldur.
Aðvífandi silkimjúk rödd bættist við: „Stóru málin á dagskrá?“
„Já, við vorum að tala um upprisuna.“
„Hvað þýðir það eiginlega,“ braust mjóróma rödd fram í hópnum. „Að rísa upp?“
„Við rísum upp til lífsins þegar við deyjum,“ sagði einhver með skáldasvip. „Þversögn lífsins.“
„Og dásemd lífsins.“
„Meistarinn frá Nasaret sýnir að lífið er sterkari en dauðinn,“ ómaði stillt rödd.
„Býður okkur að eiga hlut í þeim lífsskilningi hérna megin grafar og handan,“ heyrðist sagt lágróma,
„Upprisan er komin til okkar.“
„Núna.“
„Í trúnni.“
„Þetta er fagnaðarerindið.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Maður sá var sjúkur er Lasarus hét, frá Betaníu, þorpi Maríu og Mörtu, systur hennar. Nú gerðu systurnar Jesú orðsending: „Drottinn, sá sem þú elskar er sjúkur.“

Þegar Jesús kom varð hann þess vís að Lasarus hafði verið fjóra daga í gröfinni. Betanía var nálægt Jerúsalem, hér um bil fimmtán skeiðrúm[ þaðan.
Margir Gyðingar voru komnir til Mörtu og Maríu til að hugga þær eftir bróðurmissinn.
Þegar Marta frétti að Jesús væri að koma fór hún á móti honum en María sat heima. Marta sagði við Jesú: „Drottinn, ef þú hefðir verið hér væri bróðir minn ekki dáinn. En einnig nú veit ég að Guð mun gefa þér hvað sem þú biður hann um.“
Jesús segir við hana: „Bróðir þinn mun upp rísa.“ Marta segir: „Ég veit að hann rís upp í upprisunni á efsta degi.“
Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“
Hún segir við hann: „Já, Drottinn. Ég trúi að þú sért Kristur, Guðs sonur, sem koma skal í heiminn.“

Jóhannesarguðspjall 11.1,3,17-27

Hundrað orða hugleiðing

„Þetta er náttúrlega kjarni trúarinnar,“ heyrðist sagt í útskriftarveislunni í gegnum orðaskóginn og hláturöldur.
Aðvífandi silkimjúk rödd bættist við: „Stóru málin á dagskrá?“
„Já, við vorum að tala um upprisuna.“
„Hvað þýðir það eiginlega,“ braust mjóróma rödd fram í hópnum. „Að rísa upp?“
„Við rísum upp til lífsins þegar við deyjum,“ sagði einhver með skáldasvip. „Þversögn lífsins.“
„Og dásemd lífsins.“
„Meistarinn frá Nasaret sýnir að lífið er sterkari en dauðinn,“ ómaði stillt rödd.
„Býður okkur að eiga hlut í þeim lífsskilningi hérna megin grafar og handan,“ heyrðist sagt lágróma,
„Upprisan er komin til okkar.“
„Núna.“
„Í trúnni.“
„Þetta er fagnaðarerindið.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir