Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá kom Jesús frá Galíleu að Jórdan til Jóhannesar að taka skírn hjá honum. Jóhannes vildi varna honum þess og sagði: „Mér er þörf að skírast af þér og þú kemur til mín!“
Jesús svaraði honum: „Lát það nú eftir. Þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti.“ Og Jóhannes lét það eftir honum.
En þegar Jesús hafði verið skírður sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og þá opnuðust himnarnir og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig. Og rödd kom af himnum: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.“

Matteusarguðspjall 3.13-17

Hundrað orða hugleiðing

Drengurinn fór hvern dag eftir kennslu í bogadregnu skólastofuna þar sem bókasafn Melaskóla var í nokkrum glerskápum. Sigvaldi gamli hjálpaði til við að finna bækur milli þess sem hann settist við kennaraborðið og tók í nefið. Í stofunni var hlýtt; lyktin af neftóbakinu fyllt vinsemd og öryggi. Það voru líka nokkur Jesúmyndablöð í skápunum. Í einu þeirra var mynd af Jesú þar sem hann stóð úti í vatninu. Drengurinn las að himnarnir hefðu opnast. Andi Guðs steig niður eins og dúfa, björt og svipmild. Sjálfur átti drengurinn dúfu í litlum kofa: Nú var Jesús kominn í heimsókn í dúfnakofann hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá kom Jesús frá Galíleu að Jórdan til Jóhannesar að taka skírn hjá honum. Jóhannes vildi varna honum þess og sagði: „Mér er þörf að skírast af þér og þú kemur til mín!“
Jesús svaraði honum: „Lát það nú eftir. Þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti.“ Og Jóhannes lét það eftir honum.
En þegar Jesús hafði verið skírður sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og þá opnuðust himnarnir og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig. Og rödd kom af himnum: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.“

Matteusarguðspjall 3.13-17

Hundrað orða hugleiðing

Drengurinn fór hvern dag eftir kennslu í bogadregnu skólastofuna þar sem bókasafn Melaskóla var í nokkrum glerskápum. Sigvaldi gamli hjálpaði til við að finna bækur milli þess sem hann settist við kennaraborðið og tók í nefið. Í stofunni var hlýtt; lyktin af neftóbakinu fyllt vinsemd og öryggi. Það voru líka nokkur Jesúmyndablöð í skápunum. Í einu þeirra var mynd af Jesú þar sem hann stóð úti í vatninu. Drengurinn las að himnarnir hefðu opnast. Andi Guðs steig niður eins og dúfa, björt og svipmild. Sjálfur átti drengurinn dúfu í litlum kofa: Nú var Jesús kominn í heimsókn í dúfnakofann hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir