Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Allir voru nú fullir eftirvæntingar og hugsuðu með sjálfum sér hvort Jóhannes kynni að vera Kristur. En Jóhannes svaraði öllum og sagði: „Ég skíri ykkur með vatni en sá kemur sem mér er máttugri og er ég ekki verður að leysa skóþveng hans. Hann mun skíra ykkur með heilögum anda og eldi. Hann er með varpskófluna í hendi sér til þess að gerhreinsa láfa sinn og safna hveitinu í hlöðu sína en hismið mun hann brenna í óslökkvanda eldi.“ Er allt fólkið lét skírast var Jesús einnig skírður. Þá bar svo við, er hann gerði bæn sína, að himinninn opnaðist og heilagur andi steig niður yfir hann í líkamlegri mynd, eins og dúfa, og rödd kom af himni: „Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun.“

Lúkasarguðspjall 3.15-17, 21-22

                                                                                                                                                                                                        

Hundrað orða hugleiðing

Í bogadreginni skólastofunni var bókasafnið og gamli kennarinn opnaði bókaskápana á slaginu fjögur eftir hádegið. Drengurinn gekk alltaf að einum skáp og náði í jesúblöðin. Blaðsíðurnar ilmuðu og myndirnar breyttust í veisluborð. Hann fletti myndablaðinu aftur og aftur. Orðin skóþvengur, varpskófla, gerhreinsa, láfi, hismi og óslökkvanda voru eins og bragðvondu bitarnir í mackinstoshdollunni í jólaboðinu. Augu hans drógust að dúfunni. Sjálfur átti hann dúfur í kofa. Stundum sofnaði hann í dúfnakofanum og dreymdi um himininn. Hann skildi orðið dúfa og rödd. Dúfan var kyrr í loftinu og hún virtist vera rafmögnuð. Ægisterkir fagnand ljósgeislar umvöfðu Jesú syngjandi: Þetta er Guð.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Allir voru nú fullir eftirvæntingar og hugsuðu með sjálfum sér hvort Jóhannes kynni að vera Kristur. En Jóhannes svaraði öllum og sagði: „Ég skíri ykkur með vatni en sá kemur sem mér er máttugri og er ég ekki verður að leysa skóþveng hans. Hann mun skíra ykkur með heilögum anda og eldi. Hann er með varpskófluna í hendi sér til þess að gerhreinsa láfa sinn og safna hveitinu í hlöðu sína en hismið mun hann brenna í óslökkvanda eldi.“ Er allt fólkið lét skírast var Jesús einnig skírður. Þá bar svo við, er hann gerði bæn sína, að himinninn opnaðist og heilagur andi steig niður yfir hann í líkamlegri mynd, eins og dúfa, og rödd kom af himni: „Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun.“

Lúkasarguðspjall 3.15-17, 21-22

                                                                                                                                                                                                        

Hundrað orða hugleiðing

Í bogadreginni skólastofunni var bókasafnið og gamli kennarinn opnaði bókaskápana á slaginu fjögur eftir hádegið. Drengurinn gekk alltaf að einum skáp og náði í jesúblöðin. Blaðsíðurnar ilmuðu og myndirnar breyttust í veisluborð. Hann fletti myndablaðinu aftur og aftur. Orðin skóþvengur, varpskófla, gerhreinsa, láfi, hismi og óslökkvanda voru eins og bragðvondu bitarnir í mackinstoshdollunni í jólaboðinu. Augu hans drógust að dúfunni. Sjálfur átti hann dúfur í kofa. Stundum sofnaði hann í dúfnakofanum og dreymdi um himininn. Hann skildi orðið dúfa og rödd. Dúfan var kyrr í loftinu og hún virtist vera rafmögnuð. Ægisterkir fagnand ljósgeislar umvöfðu Jesú syngjandi: Þetta er Guð.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir