Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Á þeim tíma tók Jesús svo til orða: „Ég vegsama þig, faðir, Drottinn himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum en opinberað það smælingjum. Já, faðir, svo var þér þóknanlegt.
Allt hefur faðir minn falið mér og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann.
Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“

Matteusaguðspjall 11.25-30

Hundrað orða hugleiðing

Hugsanir þutu um örþreyttan hugann eftir vinnudaginn. Skipta um stíl? Hvers vegna ekki? Orð samstarfsfélagans endurómuðu í eyrunum: „Þú lifir í gegnum Facebók. Það má ekkert gerast í lífi þínu að ekki sé kominn status upp á vegginn hjá þér. Allt er glæsilegast og best hjá þér. Þitt fólk flottast. Sjálfshólsfnykurinn er kæfandi. Hvernig væri að taka mark á meistara þínum frá Nasaret og því sem stendur á veggnum hans í dag: „…ég er hógvær og af hjarta lítillátur…“ Ekkert gaspur á þeim bæ. Skiptu um stíl og vertu frjáls.“ Núna? Já. Bjartur straumur hvíldar og endurnæringar fór um sálina.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Á þeim tíma tók Jesús svo til orða: „Ég vegsama þig, faðir, Drottinn himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum en opinberað það smælingjum. Já, faðir, svo var þér þóknanlegt.
Allt hefur faðir minn falið mér og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann.
Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“

Matteusaguðspjall 11.25-30

Hundrað orða hugleiðing

Hugsanir þutu um örþreyttan hugann eftir vinnudaginn. Skipta um stíl? Hvers vegna ekki? Orð samstarfsfélagans endurómuðu í eyrunum: „Þú lifir í gegnum Facebók. Það má ekkert gerast í lífi þínu að ekki sé kominn status upp á vegginn hjá þér. Allt er glæsilegast og best hjá þér. Þitt fólk flottast. Sjálfshólsfnykurinn er kæfandi. Hvernig væri að taka mark á meistara þínum frá Nasaret og því sem stendur á veggnum hans í dag: „…ég er hógvær og af hjarta lítillátur…“ Ekkert gaspur á þeim bæ. Skiptu um stíl og vertu frjáls.“ Núna? Já. Bjartur straumur hvíldar og endurnæringar fór um sálina.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir