Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Fólk hafði nú flykkst að í tugum þúsunda svo að nærri tróð hver annan undir.
Jesús tók þá að tala, fyrst til lærisveina sinna: „Varist súrdeig farísea sem er hræsnin. Ekkert er hulið sem eigi verður opinbert né leynt er eigi verður kunnugt. Því mun allt það sem þér hafið talað í myrkri heyrast í birtu, og það sem þér hafið hvíslað í herbergjum mun kunngjört á þökum uppi.
Það segi ég yður, vinir mínir: Hræðist ekki þá sem líkamann deyða og fá að því búnu ekki meira að gert. Ég skal sýna yður hvern þér eigið að hræðast. Hræðist þann er hefur vald að deyða og að því búnu varpa í helvíti. Já, ég segi yður, hræðist hann.
Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó gleymir Guð engum þeirra. Hárin á höfði yðar eru jafnvel öll talin. Óttist ekki, þér eruð meira verðir en margir spörvar.

Lúkasarguðspjall 12.1-7

Hundrað orða hugleiðing

Ég var þar líka og vildi hlusta á hann. Það var troðningur. Allir vildu auðvitað sjá hann.

Mörg orð falla. Hræsnisorð þeirra sem fara í broddi fylkingar, hverjir hreykja sér upp? Við? Hin?

Það sem við felum, súrnar. Allt kemur upp á yfirborðið, fyrr eða síðar. Hvers vegna líka að fela eitthvað? Það verður hrópað á þökum uppi og við heyrum. Við sem felum óttumst sannleikann. Hann þarf ekki að óttast. Minnumst þess andspænis óttanum að hvert og eitt okkar er dýrmætt. Jafnvel meira virði en margir fagrir fuglar himins og jarðar.

Vinir mínir, segir hann. Vinir. Ég og hann

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Fólk hafði nú flykkst að í tugum þúsunda svo að nærri tróð hver annan undir.
Jesús tók þá að tala, fyrst til lærisveina sinna: „Varist súrdeig farísea sem er hræsnin. Ekkert er hulið sem eigi verður opinbert né leynt er eigi verður kunnugt. Því mun allt það sem þér hafið talað í myrkri heyrast í birtu, og það sem þér hafið hvíslað í herbergjum mun kunngjört á þökum uppi.
Það segi ég yður, vinir mínir: Hræðist ekki þá sem líkamann deyða og fá að því búnu ekki meira að gert. Ég skal sýna yður hvern þér eigið að hræðast. Hræðist þann er hefur vald að deyða og að því búnu varpa í helvíti. Já, ég segi yður, hræðist hann.
Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó gleymir Guð engum þeirra. Hárin á höfði yðar eru jafnvel öll talin. Óttist ekki, þér eruð meira verðir en margir spörvar.

Lúkasarguðspjall 12.1-7

Hundrað orða hugleiðing

Ég var þar líka og vildi hlusta á hann. Það var troðningur. Allir vildu auðvitað sjá hann.

Mörg orð falla. Hræsnisorð þeirra sem fara í broddi fylkingar, hverjir hreykja sér upp? Við? Hin?

Það sem við felum, súrnar. Allt kemur upp á yfirborðið, fyrr eða síðar. Hvers vegna líka að fela eitthvað? Það verður hrópað á þökum uppi og við heyrum. Við sem felum óttumst sannleikann. Hann þarf ekki að óttast. Minnumst þess andspænis óttanum að hvert og eitt okkar er dýrmætt. Jafnvel meira virði en margir fagrir fuglar himins og jarðar.

Vinir mínir, segir hann. Vinir. Ég og hann

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir