Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni mun hann veita yður. Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið og þér munuð öðlast svo að fögnuður yðar verði fullkominn.
Þetta hef ég sagt yður í líkingum. Sú stund kemur að ég tala ekki framar við yður í líkingum heldur mun ég berum orðum segja yður frá föðurnum. Á þeim degi munuð þér biðja í mínu nafni. Ég segi yður ekki að ég muni biðja föðurinn fyrir yður því sjálfur elskar faðirinn yður þar eð þér hafið elskað mig og trúað að ég sé frá Guði kominn. Ég er kominn í heiminn frá föðurnum. Ég yfirgef heiminn aftur og fer til föðurins.“
Lærisveinar hans sögðu: „Nú talar þú berum orðum og mælir enga líking. Nú vitum við að þú veist allt og þarft eigi að nokkur spyrji þig. Þess vegna trúum við að þú sért frá Guði kominn.“

Jóhannesarguðspjall 16.23b-30

Hundrað orða hugleiðing

Nú mætir okkur þessi dularfulla fullyrðing að vera kominn frá Guði. Og þetta samband föður og sonar sem endurspeglar eflaust í huga margra feðraveldið í allri sinni, ja, dýrð eða hryggð? Frá Guði, sonur Guðs, og þar er heitt tilfinningasamband á mannlega vísu, elska. Þó gamalt sé er þetta mannamál. Það er hægt að setja mörg orð í stað orðsins Guð, einnig  mörg orð í stað elsku – og sonar. Þar ræður hver hvaða orð er notað og hvað nær eyrum og hjarta best. Guð er ekki í bókum eða orðum. Hann er. Eins og andrúmsloftið. Við erum. Með kærleika hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni mun hann veita yður. Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið og þér munuð öðlast svo að fögnuður yðar verði fullkominn.
Þetta hef ég sagt yður í líkingum. Sú stund kemur að ég tala ekki framar við yður í líkingum heldur mun ég berum orðum segja yður frá föðurnum. Á þeim degi munuð þér biðja í mínu nafni. Ég segi yður ekki að ég muni biðja föðurinn fyrir yður því sjálfur elskar faðirinn yður þar eð þér hafið elskað mig og trúað að ég sé frá Guði kominn. Ég er kominn í heiminn frá föðurnum. Ég yfirgef heiminn aftur og fer til föðurins.“
Lærisveinar hans sögðu: „Nú talar þú berum orðum og mælir enga líking. Nú vitum við að þú veist allt og þarft eigi að nokkur spyrji þig. Þess vegna trúum við að þú sért frá Guði kominn.“

Jóhannesarguðspjall 16.23b-30

Hundrað orða hugleiðing

Nú mætir okkur þessi dularfulla fullyrðing að vera kominn frá Guði. Og þetta samband föður og sonar sem endurspeglar eflaust í huga margra feðraveldið í allri sinni, ja, dýrð eða hryggð? Frá Guði, sonur Guðs, og þar er heitt tilfinningasamband á mannlega vísu, elska. Þó gamalt sé er þetta mannamál. Það er hægt að setja mörg orð í stað orðsins Guð, einnig  mörg orð í stað elsku – og sonar. Þar ræður hver hvaða orð er notað og hvað nær eyrum og hjarta best. Guð er ekki í bókum eða orðum. Hann er. Eins og andrúmsloftið. Við erum. Með kærleika hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir