Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Menn æðsta prestsins fóru nú með Jesú frá Kaífasi til hallar landshöfðingjans. Það var snemma morguns. Þeir fóru ekki sjálfir inn í höllina svo að þeir saurguðust ekki heldur mættu neyta páskamáltíðar. Pílatus kom út til þeirra og sagði: „Hvaða ákæru berið þið fram gegn þessum manni?“
Þeir svöruðu: „Ef þetta væri ekki illvirki hefðum við ekki selt hann þér í hendur.“
Pílatus segir við þá: „Takið þið hann og dæmið hann eftir ykkar lögum.“
Þeir[ svöruðu: „Okkur leyfist ekki að taka neinn af lífi.“ Þannig rættist orð Jesú þegar hann gaf til kynna með hvaða hætti hann ætti að deyja.
Pílatus gekk þá aftur inn í höllina, kallaði Jesú fyrir sig og sagði við hann: „Ert þú konungur Gyðinga?“
Jesús svaraði: „Eru þetta þín orð eða hafa aðrir sagt þér frá mér?“
Pílatus svaraði: „Er ég þá Gyðingur? Þjóð þín og æðstu prestarnir hafa selt þig mér í hendur. Hvað hefur þú gert?“
Jesús svaraði: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi. Væri mitt ríki af þessum heimi hefðu þjónar mínir barist svo ég yrði ekki framseldur Gyðingum. En nú er ríki mitt ekki þaðan.“
Þá segir Pílatus við hann: „Þú ert þá konungur?“
Jesús svaraði: „Rétt segir þú. Ég er konungur.[ Til þess er ég fæddur og til þess er ég kominn í heiminn að ég beri sannleikanum vitni. Hver sem er sannleikans megin heyrir mína rödd.“
Pílatus segir við hann: „Hvað er sannleikur?“

Að svo mæltu gekk hann aftur út til Gyðinga og sagði við þá: „Ég finn enga sök hjá honum. Þið eruð vanir því að ég gefi ykkur einn mann lausan á páskunum. Viljið þið nú að ég gefi ykkur lausan konung Gyðinga?“
Þeir hrópuðu á móti: „Ekki hann heldur Barabbas.“ En Barabbas var ræningi.

Þá lét Pílatus taka Jesú og húðstrýkja hann. Hermennirnir fléttuðu kórónu úr þyrnum og settu á höfuð honum og lögðu yfir hann purpurakápu. Þeir gengu hver af öðrum fyrir hann og sögðu: „Sæll þú, konungur Gyðinga,“ og slógu hann í andlitið.
Pílatus gekk aftur út fyrir og sagði við fólkið: „Nú leiði ég hann út til ykkar svo að þið skiljið að ég finn enga sök hjá honum.“ Jesús kom þá út fyrir með þyrnikórónuna og í purpurakápunni. Pílatus segir við fólkið: „Sjáið manninn!“

Jóhannesarguðspjall 18. 28-19.5

Hundrað orða hugleiðing

Hann sagðist hafa undirbúið sig samviskusamlega fyrir leshópinn til að ræða þennan átakanlega texta sem rakti stuttlega sýndarréttarhöld yfir meistaranum frá Nasaret. Vildi líka sýna hópnum eitt kröftugt listaverk. Þessi Pílatus var ekki beint áhugasamur um framgang réttvísinnar. Dólgurinn sá skaust óvænt inn í kristna trúarjátningu sem áminning um að gæta sín á skollaleik valdsins í veröldinni. Orð Pílatusar: „Sjáið manninn“ voru eitruð hæðnisorð og geymdu hins vegar aðra dýpri merkingu sem yfirsást grunnhyggnum valdsherrananum. Sú merking væri að meistarinn bæri mynd harmkvælamannsins og ásjónu mannkynsins væri þrykkt á hann. Spurning úr sal: „Ertu að segja að þetta séum við?“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Menn æðsta prestsins fóru nú með Jesú frá Kaífasi til hallar landshöfðingjans. Það var snemma morguns. Þeir fóru ekki sjálfir inn í höllina svo að þeir saurguðust ekki heldur mættu neyta páskamáltíðar. Pílatus kom út til þeirra og sagði: „Hvaða ákæru berið þið fram gegn þessum manni?“
Þeir svöruðu: „Ef þetta væri ekki illvirki hefðum við ekki selt hann þér í hendur.“
Pílatus segir við þá: „Takið þið hann og dæmið hann eftir ykkar lögum.“
Þeir[ svöruðu: „Okkur leyfist ekki að taka neinn af lífi.“ Þannig rættist orð Jesú þegar hann gaf til kynna með hvaða hætti hann ætti að deyja.
Pílatus gekk þá aftur inn í höllina, kallaði Jesú fyrir sig og sagði við hann: „Ert þú konungur Gyðinga?“
Jesús svaraði: „Eru þetta þín orð eða hafa aðrir sagt þér frá mér?“
Pílatus svaraði: „Er ég þá Gyðingur? Þjóð þín og æðstu prestarnir hafa selt þig mér í hendur. Hvað hefur þú gert?“
Jesús svaraði: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi. Væri mitt ríki af þessum heimi hefðu þjónar mínir barist svo ég yrði ekki framseldur Gyðingum. En nú er ríki mitt ekki þaðan.“
Þá segir Pílatus við hann: „Þú ert þá konungur?“
Jesús svaraði: „Rétt segir þú. Ég er konungur.[ Til þess er ég fæddur og til þess er ég kominn í heiminn að ég beri sannleikanum vitni. Hver sem er sannleikans megin heyrir mína rödd.“
Pílatus segir við hann: „Hvað er sannleikur?“

Að svo mæltu gekk hann aftur út til Gyðinga og sagði við þá: „Ég finn enga sök hjá honum. Þið eruð vanir því að ég gefi ykkur einn mann lausan á páskunum. Viljið þið nú að ég gefi ykkur lausan konung Gyðinga?“
Þeir hrópuðu á móti: „Ekki hann heldur Barabbas.“ En Barabbas var ræningi.

Þá lét Pílatus taka Jesú og húðstrýkja hann. Hermennirnir fléttuðu kórónu úr þyrnum og settu á höfuð honum og lögðu yfir hann purpurakápu. Þeir gengu hver af öðrum fyrir hann og sögðu: „Sæll þú, konungur Gyðinga,“ og slógu hann í andlitið.
Pílatus gekk aftur út fyrir og sagði við fólkið: „Nú leiði ég hann út til ykkar svo að þið skiljið að ég finn enga sök hjá honum.“ Jesús kom þá út fyrir með þyrnikórónuna og í purpurakápunni. Pílatus segir við fólkið: „Sjáið manninn!“

Jóhannesarguðspjall 18. 28-19.5

Hundrað orða hugleiðing

Hann sagðist hafa undirbúið sig samviskusamlega fyrir leshópinn til að ræða þennan átakanlega texta sem rakti stuttlega sýndarréttarhöld yfir meistaranum frá Nasaret. Vildi líka sýna hópnum eitt kröftugt listaverk. Þessi Pílatus var ekki beint áhugasamur um framgang réttvísinnar. Dólgurinn sá skaust óvænt inn í kristna trúarjátningu sem áminning um að gæta sín á skollaleik valdsins í veröldinni. Orð Pílatusar: „Sjáið manninn“ voru eitruð hæðnisorð og geymdu hins vegar aðra dýpri merkingu sem yfirsást grunnhyggnum valdsherrananum. Sú merking væri að meistarinn bæri mynd harmkvælamannsins og ásjónu mannkynsins væri þrykkt á hann. Spurning úr sal: „Ertu að segja að þetta séum við?“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir