Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú deildu Gyðingar hver við annan og sögðu: „Hvernig getur þessi maður gefið okkur líkama sinn að eta?“
Þá sagði Jesús við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Ef þér etið ekki hold Mannssonarins og drekkið blóð hans þá er ekki líf í yður. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt hefur eilíft líf og ég reisi hann upp á efsta degi. Hold mitt er sönn fæða og blóð mitt er sannur drykkur. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt er í mér og ég í honum. Eins og hinn lifandi faðir sendi mig og veitir mér líf, svo mun ég láta þann lifa sem mig etur. Þetta er það brauð sem niður steig af himni. Það er ekki eins og brauðið sem feðurnir átu enda dóu þeir. Sá sem etur þetta brauð mun lifa að eilífu.“

Jóhannesarguðspjall 6.52-58

Hundrað orða hugleiðing

Fermingardrengurinn skildi ekkert í þessu guðspjalli sem hann átti að lesa í kirkjunni. Hvaða furðutal var þetta um blóð sem ætti að drekka eins og hvern annan orkudrykk? Hann gat ekki hugsað sér það. Svo ætti að borða hold – hann fékk klígju. Frænka hans sagði honum að taka þetta ekki svona bókstaflega. Þetta væri myndmál. Orð meistarans og verk væru jákvæð hvatning. Já, það ætti að soga þau upp eins og næringu úr mat sem borðaður væri. Þetta væri ekki aðeins andleg hollustufæða heldur líka loforð um eilíft líf. Fermingardrengurinn sagðist feginn vilja brauð lífsins, enda orðinn leiður á flatbökunum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú deildu Gyðingar hver við annan og sögðu: „Hvernig getur þessi maður gefið okkur líkama sinn að eta?“
Þá sagði Jesús við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Ef þér etið ekki hold Mannssonarins og drekkið blóð hans þá er ekki líf í yður. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt hefur eilíft líf og ég reisi hann upp á efsta degi. Hold mitt er sönn fæða og blóð mitt er sannur drykkur. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt er í mér og ég í honum. Eins og hinn lifandi faðir sendi mig og veitir mér líf, svo mun ég láta þann lifa sem mig etur. Þetta er það brauð sem niður steig af himni. Það er ekki eins og brauðið sem feðurnir átu enda dóu þeir. Sá sem etur þetta brauð mun lifa að eilífu.“

Jóhannesarguðspjall 6.52-58

Hundrað orða hugleiðing

Fermingardrengurinn skildi ekkert í þessu guðspjalli sem hann átti að lesa í kirkjunni. Hvaða furðutal var þetta um blóð sem ætti að drekka eins og hvern annan orkudrykk? Hann gat ekki hugsað sér það. Svo ætti að borða hold – hann fékk klígju. Frænka hans sagði honum að taka þetta ekki svona bókstaflega. Þetta væri myndmál. Orð meistarans og verk væru jákvæð hvatning. Já, það ætti að soga þau upp eins og næringu úr mat sem borðaður væri. Þetta væri ekki aðeins andleg hollustufæða heldur líka loforð um eilíft líf. Fermingardrengurinn sagðist feginn vilja brauð lífsins, enda orðinn leiður á flatbökunum.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir