Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Á langri ævi hafði hún reynt að vera góð við menn og málleysingja en þó hafði hún ekki alltaf verið svo sem guðsbesta barn. Henni hafði jú stundum skrikað fótur þegar mest lá við. Ekki hafði hún verið þaulsætin á kirkjubekkjunum en fannst sem hún gæti vel verið vinkona meistarans frá Nasaret án þess enda botnaði hún sjaldnast í því sem fór þar fram. Faðirvorið fór hún með sjálfri sér kvölds og morgna eftir að hún hafði fengið sér kaffi og rettu. Í mjúkri rökkurkyrrðinni heyrði hún oft lágróma og milda rödd segja að hún væri nú ekki fjarri guðsríkinu.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Á langri ævi hafði hún reynt að vera góð við menn og málleysingja en þó hafði hún ekki alltaf verið svo sem guðsbesta barn. Henni hafði jú stundum skrikað fótur þegar mest lá við. Ekki hafði hún verið þaulsætin á kirkjubekkjunum en fannst sem hún gæti vel verið vinkona meistarans frá Nasaret án þess enda botnaði hún sjaldnast í því sem fór þar fram. Faðirvorið fór hún með sjálfri sér kvölds og morgna eftir að hún hafði fengið sér kaffi og rettu. Í mjúkri rökkurkyrrðinni heyrði hún oft lágróma og milda rödd segja að hún væri nú ekki fjarri guðsríkinu.