Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá tók Jesús að kenna þeim: „Mannssonurinn á margt að líða. Öldungarnir, æðstu prestarnir og fræðimennirnir munu útskúfa honum. Menn munu lífláta hann en hann mun upp rísa eftir þrjá daga.“ Þetta sagði Jesús berum orðum. En Pétur tók hann á einmæli og fór að átelja hann. Jesús sneri sér við, leit til lærisveina sinna, ávítaði Pétur og sagði: „Vík frá mér, Satan, eigi hugsar þú um það sem Guðs er heldur það sem manna er.“
Og Jesús kallaði til sín mannfjöldann ásamt lærisveinum sínum og sagði: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi sínu mun týna því og hver sem týnir lífi sínu vegna mín og fagnaðarerindisins mun bjarga því. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en glata sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína? Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð föður síns með heilögum englum mun hann blygðast sín fyrir hvern þann sem blygðast sín fyrir mig hjá þessari ótrúu og syndugu kynslóð.

Markúsarguðspjall 8. 31-38

Hundrað orða hugleiðing

Honum brá í brún þegar meistarinn ýtti honum frá sér og sagði hann hugsa ekki um það sem væri Guðs heldur það sem væri manna. Hvernig átti hann að geta annað? Hann var bara maður. Honum sárnaði. Hann þoldi ekki þegar meistarinn fór að tala um þjáningar, útskúfun og líflát. Og rísa svo upp á þriðja degi! Þess vegna fór hann til meistarans og sagði eins og hver annar stjórnmálamaður að hann liti málið alvarlegum augum og hefði áhyggjur af þessu. Þetta var ekki góð PR-nálgun að fara svona í málið. Hann yrði að talar varfærnislegar. Mætti ekki vekja hjörðina.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá tók Jesús að kenna þeim: „Mannssonurinn á margt að líða. Öldungarnir, æðstu prestarnir og fræðimennirnir munu útskúfa honum. Menn munu lífláta hann en hann mun upp rísa eftir þrjá daga.“ Þetta sagði Jesús berum orðum. En Pétur tók hann á einmæli og fór að átelja hann. Jesús sneri sér við, leit til lærisveina sinna, ávítaði Pétur og sagði: „Vík frá mér, Satan, eigi hugsar þú um það sem Guðs er heldur það sem manna er.“
Og Jesús kallaði til sín mannfjöldann ásamt lærisveinum sínum og sagði: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér. Því að hver sem vill bjarga lífi sínu mun týna því og hver sem týnir lífi sínu vegna mín og fagnaðarerindisins mun bjarga því. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en glata sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína? Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð föður síns með heilögum englum mun hann blygðast sín fyrir hvern þann sem blygðast sín fyrir mig hjá þessari ótrúu og syndugu kynslóð.

Markúsarguðspjall 8. 31-38

Hundrað orða hugleiðing

Honum brá í brún þegar meistarinn ýtti honum frá sér og sagði hann hugsa ekki um það sem væri Guðs heldur það sem væri manna. Hvernig átti hann að geta annað? Hann var bara maður. Honum sárnaði. Hann þoldi ekki þegar meistarinn fór að tala um þjáningar, útskúfun og líflát. Og rísa svo upp á þriðja degi! Þess vegna fór hann til meistarans og sagði eins og hver annar stjórnmálamaður að hann liti málið alvarlegum augum og hefði áhyggjur af þessu. Þetta var ekki góð PR-nálgun að fara svona í málið. Hann yrði að talar varfærnislegar. Mætti ekki vekja hjörðina.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir