Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

„Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem kemur ekki um dyrnar inn í sauðabyrgið heldur fer yfir annars staðar, hann er þjófur og ræningi en sá sem kemur inn um dyrnar er hirðir sauðanna. Dyravörðurinn lýkur upp fyrir honum og sauðirnir heyra raust hans og hann kallar á sína sauði með nafni og leiðir þá út. Þegar hann hefur látið út alla sauði sína fer hann á undan þeim og þeir fylgja honum af því að þeir þekkja raust hans. En ókunnugum fylgja þeir ekki heldur flýja frá honum því þeir þekkja ekki raust ókunnugra.“
Þessa líkingu sagði Jesús þeim. En menn skildu ekki hvað það þýddi sem hann var að tala við þá.

Því sagði Jesús aftur: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Ég er dyr sauðanna. Allir þeir sem á undan mér komu eru þjófar og ræningjar enda hlýddu sauðirnir þeim ekki. Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig mun frelsast og hann mun ganga inn og út og finna haga. Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fyllstu gnægð.

Jóhannesarguðspjall 10. 1-10

Hundrað orða hugleiðing

„Meistarinn frá Nasaret er ekki starfsmaður bændasamtakanna þó að hann tali um sauði í guðspjalli dagsins,“ sagði ungi bóndinn og sóknarnefndarformaðurinn með bros á vör eftir messuna. Hann var einn af þessum spaugsömu mönnum með alvörublik í auga. „Erum við þjófar eða englar?“ spurði hann hressilega en þó eilítið ögrandi. Viðstaddir lyftu brúnum. „Meistarinn frá Nasaret er fyrirmyndin. Ekki satt? Horfum til hans og göngum svo um dyrnar sem hann hefur opnað með kærleiksboðskap sínum.“ Þagði alvörufullur eitt andartak en sagði svo: „Verum ekki hrædd um að fara dyravillt því það hefur oft hent glannann mig.“ Svo hló hann dauflega.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

„Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem kemur ekki um dyrnar inn í sauðabyrgið heldur fer yfir annars staðar, hann er þjófur og ræningi en sá sem kemur inn um dyrnar er hirðir sauðanna. Dyravörðurinn lýkur upp fyrir honum og sauðirnir heyra raust hans og hann kallar á sína sauði með nafni og leiðir þá út. Þegar hann hefur látið út alla sauði sína fer hann á undan þeim og þeir fylgja honum af því að þeir þekkja raust hans. En ókunnugum fylgja þeir ekki heldur flýja frá honum því þeir þekkja ekki raust ókunnugra.“
Þessa líkingu sagði Jesús þeim. En menn skildu ekki hvað það þýddi sem hann var að tala við þá.

Því sagði Jesús aftur: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Ég er dyr sauðanna. Allir þeir sem á undan mér komu eru þjófar og ræningjar enda hlýddu sauðirnir þeim ekki. Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig mun frelsast og hann mun ganga inn og út og finna haga. Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fyllstu gnægð.

Jóhannesarguðspjall 10. 1-10

Hundrað orða hugleiðing

„Meistarinn frá Nasaret er ekki starfsmaður bændasamtakanna þó að hann tali um sauði í guðspjalli dagsins,“ sagði ungi bóndinn og sóknarnefndarformaðurinn með bros á vör eftir messuna. Hann var einn af þessum spaugsömu mönnum með alvörublik í auga. „Erum við þjófar eða englar?“ spurði hann hressilega en þó eilítið ögrandi. Viðstaddir lyftu brúnum. „Meistarinn frá Nasaret er fyrirmyndin. Ekki satt? Horfum til hans og göngum svo um dyrnar sem hann hefur opnað með kærleiksboðskap sínum.“ Þagði alvörufullur eitt andartak en sagði svo: „Verum ekki hrædd um að fara dyravillt því það hefur oft hent glannann mig.“ Svo hló hann dauflega.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir