Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

„Símon, Símon, Satan krafðist að fá að sælda yður eins og hveiti svo að hismið kæmi í ljós. En ég hef beðið fyrir þér að trú þín þrjóti ekki. Og styrk þú trúsystkin þín þegar þú ert snúinn við.“
En Símon sagði við hann: „Drottinn, ég er reiðubúinn að fylgja þér bæði í fangelsi og dauða.“
Jesús mælti: „Ég segi þér, Pétur: Áður en hani galar í dag munt þú þrisvar hafa neitað því að þú þekkir mig.“

Lúkasarguðspjall 22.31-34

Hundrað orða hugleiðing

Það er ekki kirkjuklukka sem ómar í dag heldur glymur hanagal. Þú getur ekkert átt við það, sagði einhver við hringjarann. Við erum ekki sterkari á svellinu en þetta. Ungur maður bætti því við að svona væri manneskjan. Eldri kona hváði: Svona hvað? Og svarið: Við segjumst ekki þekkja meistarann frá Nasaret þegar það hentar okkur. Ekki alltaf þægilegt að flíka honum um of í ákveðnum grúppum. Brúnin seig á konunni: Og nefna hann þá aðeins á sunnudögum? Ungi maðurinn taldi það vera lágmarkið. En hvað segir presturinn við því? Ég? svaraði presturinn. Þetta er bara svona í handbókinni.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

„Símon, Símon, Satan krafðist að fá að sælda yður eins og hveiti svo að hismið kæmi í ljós. En ég hef beðið fyrir þér að trú þín þrjóti ekki. Og styrk þú trúsystkin þín þegar þú ert snúinn við.“
En Símon sagði við hann: „Drottinn, ég er reiðubúinn að fylgja þér bæði í fangelsi og dauða.“
Jesús mælti: „Ég segi þér, Pétur: Áður en hani galar í dag munt þú þrisvar hafa neitað því að þú þekkir mig.“

Lúkasarguðspjall 22.31-34

Hundrað orða hugleiðing

Það er ekki kirkjuklukka sem ómar í dag heldur glymur hanagal. Þú getur ekkert átt við það, sagði einhver við hringjarann. Við erum ekki sterkari á svellinu en þetta. Ungur maður bætti því við að svona væri manneskjan. Eldri kona hváði: Svona hvað? Og svarið: Við segjumst ekki þekkja meistarann frá Nasaret þegar það hentar okkur. Ekki alltaf þægilegt að flíka honum um of í ákveðnum grúppum. Brúnin seig á konunni: Og nefna hann þá aðeins á sunnudögum? Ungi maðurinn taldi það vera lágmarkið. En hvað segir presturinn við því? Ég? svaraði presturinn. Þetta er bara svona í handbókinni.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir