Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú fullnaðist brátt sá tími er Jesús skyldi upp numinn verða. Beindi hann þá augum til Jerúsalem, einráðinn að fara þangað. Og hann lét sendiboða fara á undan sér. Þeir fóru og komu í Samverjaþorp nokkurt til að búa honum gistingu. En menn tóku ekki við honum því að hann var á leið til Jerúsalem. Þegar lærisveinar hans, þeir Jakob og Jóhannes, sáu það sögðu þeir: „Drottinn, eigum við að bjóða að eldur falli af himni og tortími þeim?“
En Jesús sneri sér við og ávítaði þá [og sagði: „Ekki vitið þið hvaða andi býr í ykkur. Mannssonurinn er ekki kominn til að tortíma mannslífum heldur til að frelsa.“] Og þeir fóru í annað þorp.
Á leiðinni sagði maður nokkur við Jesú: „Ég vil fylgja þér hvert sem þú ferð.“
Jesús sagði við hann: „Refar eiga greni og fuglar himins hreiður en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.“
Við annan sagði hann: „Fylg þú mér!“
Sá mælti: „Drottinn, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn.“
Jesús svaraði: „Lát hina dauðu jarða sína dauðu en far þú og boða Guðs ríki.“
Enn annar sagði: „Ég vil fylgja þér, Drottinn, en leyf mér fyrst að kveðja fólk mitt heima.“
En Jesús sagði við hann: „Enginn sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur er hæfur í Guðs ríki.“

Lúkasarguðspjall 9.51-62

Hundrað orða hugleiðing

Söguþráðurinn er dularfullur í guðspjalli dagsins enda margt í aðsigi sem er á mörkum þessa heims og annars. Og lærisveinarnir eru verkfúsir meira en góðu hófi gegnir þegar þeir vilja varpa himneskum eldi á lítt gestrisna menn. En meistarinn biður þá að hafa sig hæga. Hann er ekki tortímandi heldur frelsari. Samt er eins og hann sé daufur í dálkinn og þungar hugsanir sækja að honum. Hann er þó raunsær í svari sínu til þess sem vill ólmur fylgja honum. Sá mun ekki eignast neinn jarðneskan glæsistað frekar en hann. En trúin er sterkari en dauðinn, hún er kraftmikill lífsskilningur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Nú fullnaðist brátt sá tími er Jesús skyldi upp numinn verða. Beindi hann þá augum til Jerúsalem, einráðinn að fara þangað. Og hann lét sendiboða fara á undan sér. Þeir fóru og komu í Samverjaþorp nokkurt til að búa honum gistingu. En menn tóku ekki við honum því að hann var á leið til Jerúsalem. Þegar lærisveinar hans, þeir Jakob og Jóhannes, sáu það sögðu þeir: „Drottinn, eigum við að bjóða að eldur falli af himni og tortími þeim?“
En Jesús sneri sér við og ávítaði þá [og sagði: „Ekki vitið þið hvaða andi býr í ykkur. Mannssonurinn er ekki kominn til að tortíma mannslífum heldur til að frelsa.“] Og þeir fóru í annað þorp.
Á leiðinni sagði maður nokkur við Jesú: „Ég vil fylgja þér hvert sem þú ferð.“
Jesús sagði við hann: „Refar eiga greni og fuglar himins hreiður en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.“
Við annan sagði hann: „Fylg þú mér!“
Sá mælti: „Drottinn, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn.“
Jesús svaraði: „Lát hina dauðu jarða sína dauðu en far þú og boða Guðs ríki.“
Enn annar sagði: „Ég vil fylgja þér, Drottinn, en leyf mér fyrst að kveðja fólk mitt heima.“
En Jesús sagði við hann: „Enginn sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur er hæfur í Guðs ríki.“

Lúkasarguðspjall 9.51-62

Hundrað orða hugleiðing

Söguþráðurinn er dularfullur í guðspjalli dagsins enda margt í aðsigi sem er á mörkum þessa heims og annars. Og lærisveinarnir eru verkfúsir meira en góðu hófi gegnir þegar þeir vilja varpa himneskum eldi á lítt gestrisna menn. En meistarinn biður þá að hafa sig hæga. Hann er ekki tortímandi heldur frelsari. Samt er eins og hann sé daufur í dálkinn og þungar hugsanir sækja að honum. Hann er þó raunsær í svari sínu til þess sem vill ólmur fylgja honum. Sá mun ekki eignast neinn jarðneskan glæsistað frekar en hann. En trúin er sterkari en dauðinn, hún er kraftmikill lífsskilningur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir