Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Allir tollheimtumenn og bersyndugir komu til Jesú að hlýða á hann en farísear og fræðimenn ömuðust við því og sögðu: „Þessi maður tekur að sér syndara og samneytir þeim.“

En Jesús sagði þeim þessa dæmisögu: „Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra. Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim sem týndur er þar til hann finnur hann? Og glaður leggur hann sauðinn á herðar sér er hann finnur hann. Þegar hann kemur heim kallar hann saman vini sína og nágranna og segir við þá: Samgleðjist mér því að ég hef fundið sauðinn minn sem týndur var. Ég segi yður, þannig verður meiri fögnuður á himni yfir einum syndara, sem tekur sinnaskiptum, en yfir níutíu og níu réttlátum sem þurfa þess ekki við.

Eða kona sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, kveikir hún þá ekki á lampa, sópar húsið og leitar vandlega uns hún finnur hana? Og er hún hefur fundið hana kallar hún saman vinkonur sínar og grannkonur og segir: Samgleðjist mér því að ég hef fundið drökmuna sem ég týndi. Þannig segi ég yður að englar Guðs munu gleðjast yfir einum syndara sem bætir ráð sitt.“

Lúkasarguðspjall 15.1-10

Hundrað orða hugleiðing

Hann hafði aldrei fundið andlega fótfestu. Gat tekið undir margt í andlegum efnum í samtölum við vini og kunningja. Honum datt stundum í hug að hann væri illa skóaður til lífsgöngunnar eða týndur sauður sem einhver ætti eftir að finna. Fannst hann þó ekki vera týndari en aðrir og þyrfti svo sem ekki að taka einhverjum sinnaskiptum, endurræsa hugsunina – eða þýddi það nýja sálaruppfærslu? Leit á sig sem venjulegan einstakling sem hafði kosti og galla. Sannarlega reyndi hann stundum að bæta ráð sitt og var lúmskt feginn að heyra að englar Guðs glöddust yfir honum þó að í litlu væri.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Allir tollheimtumenn og bersyndugir komu til Jesú að hlýða á hann en farísear og fræðimenn ömuðust við því og sögðu: „Þessi maður tekur að sér syndara og samneytir þeim.“

En Jesús sagði þeim þessa dæmisögu: „Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra. Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim sem týndur er þar til hann finnur hann? Og glaður leggur hann sauðinn á herðar sér er hann finnur hann. Þegar hann kemur heim kallar hann saman vini sína og nágranna og segir við þá: Samgleðjist mér því að ég hef fundið sauðinn minn sem týndur var. Ég segi yður, þannig verður meiri fögnuður á himni yfir einum syndara, sem tekur sinnaskiptum, en yfir níutíu og níu réttlátum sem þurfa þess ekki við.

Eða kona sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, kveikir hún þá ekki á lampa, sópar húsið og leitar vandlega uns hún finnur hana? Og er hún hefur fundið hana kallar hún saman vinkonur sínar og grannkonur og segir: Samgleðjist mér því að ég hef fundið drökmuna sem ég týndi. Þannig segi ég yður að englar Guðs munu gleðjast yfir einum syndara sem bætir ráð sitt.“

Lúkasarguðspjall 15.1-10

Hundrað orða hugleiðing

Hann hafði aldrei fundið andlega fótfestu. Gat tekið undir margt í andlegum efnum í samtölum við vini og kunningja. Honum datt stundum í hug að hann væri illa skóaður til lífsgöngunnar eða týndur sauður sem einhver ætti eftir að finna. Fannst hann þó ekki vera týndari en aðrir og þyrfti svo sem ekki að taka einhverjum sinnaskiptum, endurræsa hugsunina – eða þýddi það nýja sálaruppfærslu? Leit á sig sem venjulegan einstakling sem hafði kosti og galla. Sannarlega reyndi hann stundum að bæta ráð sitt og var lúmskt feginn að heyra að englar Guðs glöddust yfir honum þó að í litlu væri.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir