Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann hafði aldrei fundið andlega fótfestu. Gat tekið undir margt í andlegum efnum í samtölum við vini og kunningja. Honum datt stundum í hug að hann væri illa skóaður til lífsgöngunnar eða týndur sauður sem einhver ætti eftir að finna. Fannst hann þó ekki vera týndari en aðrir og þyrfti svo sem ekki að taka einhverjum sinnaskiptum, endurræsa hugsunina – eða þýddi það nýja sálaruppfærslu? Leit á sig sem venjulegan einstakling sem hafði kosti og galla. Sannarlega reyndi hann stundum að bæta ráð sitt og var lúmskt feginn að heyra að englar Guðs glöddust yfir honum þó að í litlu væri.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann hafði aldrei fundið andlega fótfestu. Gat tekið undir margt í andlegum efnum í samtölum við vini og kunningja. Honum datt stundum í hug að hann væri illa skóaður til lífsgöngunnar eða týndur sauður sem einhver ætti eftir að finna. Fannst hann þó ekki vera týndari en aðrir og þyrfti svo sem ekki að taka einhverjum sinnaskiptum, endurræsa hugsunina – eða þýddi það nýja sálaruppfærslu? Leit á sig sem venjulegan einstakling sem hafði kosti og galla. Sannarlega reyndi hann stundum að bæta ráð sitt og var lúmskt feginn að heyra að englar Guðs glöddust yfir honum þó að í litlu væri.