Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann lagði snjallsímann frá sér og stundi og tautaði með sér að sennilega væri búið að drepa miskunnsama Samverjann. Hann sæi ekki betur í öllum þeim fréttum sem hellt væri yfir fólk úr helstu heimsmiðlunum. Engin miskunn. Sturlaðir valdsherrar færu með eldi og brennisteini og þyrmdu engu. Tættu fólk í sundur með sprengjum í nafni réttlætis andskotans. Ungt fólk væri rekið miskunnarlaust fram á vígvelli heimsins. Þar sem hann sat makindalega í stólnum heyrði hann rödd segja: „Far þú og ger hið sama.“ Hann hrökk við. „Sama?“ Svo áttaði hann sig. Gera miskunnarverk. Hann hugsaði málið og fór á Feisbók.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann lagði snjallsímann frá sér og stundi og tautaði með sér að sennilega væri búið að drepa miskunnsama Samverjann. Hann sæi ekki betur í öllum þeim fréttum sem hellt væri yfir fólk úr helstu heimsmiðlunum. Engin miskunn. Sturlaðir valdsherrar færu með eldi og brennisteini og þyrmdu engu. Tættu fólk í sundur með sprengjum í nafni réttlætis andskotans. Ungt fólk væri rekið miskunnarlaust fram á vígvelli heimsins. Þar sem hann sat makindalega í stólnum heyrði hann rödd segja: „Far þú og ger hið sama.“ Hann hrökk við. „Sama?“ Svo áttaði hann sig. Gera miskunnarverk. Hann hugsaði málið og fór á Feisbók.