Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Svo bar við á ferð Jesú til Jerúsalem að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu. Og er hann kom inn í þorp nokkurt mættu honum tíu líkþráir menn. Þeir stóðu álengdar, hófu upp raust sína og kölluðu: „Jesús, meistari, miskunna þú oss!“
Jesús sá þá og sagði við þá: „Farið og sýnið yður prestunum.“ Þeir héldu af stað og nú brá svo við að þeir urðu hreinir.
En einn þeirra sneri aftur er hann sá að hann var heill orðinn og lofaði Guð hárri raustu. Hann féll fram að fótum Jesú og þakkaði honum. En hann var Samverji. Jesús sagði: „Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu? Urðu engir til þess að snúa aftur að gefa Guði dýrðina nema þessi útlendingur?“ Síðan mælti Jesús við hann: „Statt upp og far leiðar þinnar. Trú þín hefur bjargað þér.“

Lúkasarguðspjall 17.11-19     

Hundrað orða hugleiðing

Kraftur endurheimtrar heilsu ruddist fram eins og jökulhlaup. Hann strauk andlit sitt og hendur og fann strax að hann var orðinn heilbrigður! Þurfti ekki lengur að kveljast í sjúkdómi sínum og forðast annað fólk. Einangrun hans var á enda. Heilbrigður! Hann horfði á félaga sína sem stóðu þar orðlausir. Heilbrigðir. Einn þeirra hljóp alsæll í burtu. Auðvitað ætti að hann líka að koma sér af stað út í samfélagið og greip því næsta leigubíl sem ók þar hjá. Á leiðinni fékk hann tölvupóst. „Fór og þakkaði meistaranum frá Nasaret fyrir lífið.“ Hann skammaðist sín og svaraði: „Ertu með netfangið hans?“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Svo bar við á ferð Jesú til Jerúsalem að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu. Og er hann kom inn í þorp nokkurt mættu honum tíu líkþráir menn. Þeir stóðu álengdar, hófu upp raust sína og kölluðu: „Jesús, meistari, miskunna þú oss!“
Jesús sá þá og sagði við þá: „Farið og sýnið yður prestunum.“ Þeir héldu af stað og nú brá svo við að þeir urðu hreinir.
En einn þeirra sneri aftur er hann sá að hann var heill orðinn og lofaði Guð hárri raustu. Hann féll fram að fótum Jesú og þakkaði honum. En hann var Samverji. Jesús sagði: „Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu? Urðu engir til þess að snúa aftur að gefa Guði dýrðina nema þessi útlendingur?“ Síðan mælti Jesús við hann: „Statt upp og far leiðar þinnar. Trú þín hefur bjargað þér.“

Lúkasarguðspjall 17.11-19     

Hundrað orða hugleiðing

Kraftur endurheimtrar heilsu ruddist fram eins og jökulhlaup. Hann strauk andlit sitt og hendur og fann strax að hann var orðinn heilbrigður! Þurfti ekki lengur að kveljast í sjúkdómi sínum og forðast annað fólk. Einangrun hans var á enda. Heilbrigður! Hann horfði á félaga sína sem stóðu þar orðlausir. Heilbrigðir. Einn þeirra hljóp alsæll í burtu. Auðvitað ætti að hann líka að koma sér af stað út í samfélagið og greip því næsta leigubíl sem ók þar hjá. Á leiðinni fékk hann tölvupóst. „Fór og þakkaði meistaranum frá Nasaret fyrir lífið.“ Hann skammaðist sín og svaraði: „Ertu með netfangið hans?“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir