Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

„Ég er hinn sanni vínviður og faðir minn er vínyrkinn. Hverja þá grein á mér sem ber ekki ávöxt sníður hann af og hverja þá sem ávöxt ber hreinsar hann svo að hún beri meiri ávöxt. Þér eruð þegar hrein vegna orðsins sem ég hef talað til yðar. Verið í mér, þá verð ég í yður. Greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér nema hún sé á vínviðnum. Eins getið þér ekki heldur borið ávöxt nema þér séuð í mér. Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt sem er í mér og ég í honum en án mín getið þér alls ekkert gert. Hverjum sem er ekki í mér verður varpað út eins og greinunum og hann visnar. Þeim er safnað saman og varpað á eld og brennt. Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið og yður mun veitast það. Með því vegsamast faðir minn að þér berið mikinn ávöxt og verðið lærisveinar mínir.

Jóhannesarguðspjall 15.1-8

Hundrað orða hugleiðing

Hann leit kvikum augum yfir eftirvæntingarfullan hópinn og sagði textann um vínviðinn vera með þeim mögnuðustu í heiminum. Snerist um líf eða dauða. Það sem ber ávöxt lifir og grænir fingur hlúa að því en hitt sem engu skilar er skorið burt. Textinn væri afdráttarlaus og allar línur tandurhreinar. Kannski fyndist einhverjum textinn vera dularfullur þar sem talað væri um að vera í meistaranum frá Nasaret og hann væri í viðkomandi. Sjálfhverft og kærleikslaust fólk væri upptekið utan þjónustusvæðis og rætur þess fúnuðu fljótt. Lífskrafturinn fengist með því að renna saman andlega við meistarann, líftaugina, og útkoman væri ósigrandi kærleikur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

„Ég er hinn sanni vínviður og faðir minn er vínyrkinn. Hverja þá grein á mér sem ber ekki ávöxt sníður hann af og hverja þá sem ávöxt ber hreinsar hann svo að hún beri meiri ávöxt. Þér eruð þegar hrein vegna orðsins sem ég hef talað til yðar. Verið í mér, þá verð ég í yður. Greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér nema hún sé á vínviðnum. Eins getið þér ekki heldur borið ávöxt nema þér séuð í mér. Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt sem er í mér og ég í honum en án mín getið þér alls ekkert gert. Hverjum sem er ekki í mér verður varpað út eins og greinunum og hann visnar. Þeim er safnað saman og varpað á eld og brennt. Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið og yður mun veitast það. Með því vegsamast faðir minn að þér berið mikinn ávöxt og verðið lærisveinar mínir.

Jóhannesarguðspjall 15.1-8

Hundrað orða hugleiðing

Hann leit kvikum augum yfir eftirvæntingarfullan hópinn og sagði textann um vínviðinn vera með þeim mögnuðustu í heiminum. Snerist um líf eða dauða. Það sem ber ávöxt lifir og grænir fingur hlúa að því en hitt sem engu skilar er skorið burt. Textinn væri afdráttarlaus og allar línur tandurhreinar. Kannski fyndist einhverjum textinn vera dularfullur þar sem talað væri um að vera í meistaranum frá Nasaret og hann væri í viðkomandi. Sjálfhverft og kærleikslaust fólk væri upptekið utan þjónustusvæðis og rætur þess fúnuðu fljótt. Lífskrafturinn fengist með því að renna saman andlega við meistarann, líftaugina, og útkoman væri ósigrandi kærleikur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir