Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Við hvað á ég að líkja þessari kynslóð? Lík er hún börnum sem á torgum sitja og kallast á: Vér lékum fyrir yður á flautu og ekki vilduð þér dansa. Vér sungum yður sorgarljóð og ekki vilduð þér syrgja. Jóhannes kom, át hvorki né drakk, og menn segja: Hann hefur illan anda. Mannssonurinn kom, át og drakk, og menn segja: Hann er mathákur og vínsvelgur, vinur tollheimtumanna og bersyndugra! En spekin sannast af verkum sínum.“
Þá tók Jesús að ávíta borgirnar, þar sem hann hafði gert flest kraftaverk sín, fyrir að hafa ekki tekið sinnaskiptum. „Vei þér, Korasín! Vei þér, Betsaída! Ef gerst hefðu í Týrus og Sídon kraftaverkin, sem gerðust í ykkur, hefðu þær löngu iðrast í sekk og ösku. En ég segi ykkur: Týrus og Sídon mun bærilegra á dómsdegi en ykkur. Og þú, Kapernaúm. Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða. Ef gerst hefðu í Sódómu kraftaverkin, sem gerðust í þér, þá stæði hún enn í dag. En ég segi yður: Landi Sódómu mun bærilegra á dómsdegi en þér.“

Matteusarguðspjall 11.16-24

Hundrað orða hugleiðing

Það er eins og meistarinn frá Nasaret væri búinn að fá nóg, já eða guðspjallamaðurinn. Kannski þeir báðir. Vanþakklæti fólksins og óánægja, nöldur og fúllyndi, kæfðu skynsemi og skilning. Svo ekki sé talað um tilfinninguna fyrir hinu guðlega. Nei, það var fundið að öllu, og sjálfselskufullar kenjar látnar ráða för. Ekki furða þó fjúki hressilega í meistarann frá Nasaret og guðssoninn, það var ekki nema mannlegt og kannski guðlegt. Var hann ekki búinn að gera hvert kraftaverkið á fætur öðru? Og fólkið sat bara sem fastast í sama gamla farinu í stað þess að lyfta andanum. Opna augun og sálina.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Við hvað á ég að líkja þessari kynslóð? Lík er hún börnum sem á torgum sitja og kallast á: Vér lékum fyrir yður á flautu og ekki vilduð þér dansa. Vér sungum yður sorgarljóð og ekki vilduð þér syrgja. Jóhannes kom, át hvorki né drakk, og menn segja: Hann hefur illan anda. Mannssonurinn kom, át og drakk, og menn segja: Hann er mathákur og vínsvelgur, vinur tollheimtumanna og bersyndugra! En spekin sannast af verkum sínum.“
Þá tók Jesús að ávíta borgirnar, þar sem hann hafði gert flest kraftaverk sín, fyrir að hafa ekki tekið sinnaskiptum. „Vei þér, Korasín! Vei þér, Betsaída! Ef gerst hefðu í Týrus og Sídon kraftaverkin, sem gerðust í ykkur, hefðu þær löngu iðrast í sekk og ösku. En ég segi ykkur: Týrus og Sídon mun bærilegra á dómsdegi en ykkur. Og þú, Kapernaúm. Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða. Ef gerst hefðu í Sódómu kraftaverkin, sem gerðust í þér, þá stæði hún enn í dag. En ég segi yður: Landi Sódómu mun bærilegra á dómsdegi en þér.“

Matteusarguðspjall 11.16-24

Hundrað orða hugleiðing

Það er eins og meistarinn frá Nasaret væri búinn að fá nóg, já eða guðspjallamaðurinn. Kannski þeir báðir. Vanþakklæti fólksins og óánægja, nöldur og fúllyndi, kæfðu skynsemi og skilning. Svo ekki sé talað um tilfinninguna fyrir hinu guðlega. Nei, það var fundið að öllu, og sjálfselskufullar kenjar látnar ráða för. Ekki furða þó fjúki hressilega í meistarann frá Nasaret og guðssoninn, það var ekki nema mannlegt og kannski guðlegt. Var hann ekki búinn að gera hvert kraftaverkið á fætur öðru? Og fólkið sat bara sem fastast í sama gamla farinu í stað þess að lyfta andanum. Opna augun og sálina.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir