Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði: „En nú fer ég til hans sem sendi mig og enginn yðar spyr mig: Hvert fer þú? En hryggð hefur fyllt hjarta yðar af því að ég sagði yður þetta. En ég segi yður sannleikann: Það er yður til góðs að ég fari burt því ef ég fer ekki kemur hjálparinn ekki til yðar. En ef ég fer sendi ég hann til yðar. Þegar hann kemur mun hann sanna heiminum hvað er synd og réttlæti og dómur. Syndin er að þeir trúðu ekki á mig, réttlætið að ég fer til föðurins og þér sjáið mig ekki lengur og dómurinn að höfðingi þessa heims er dæmdur.
Enn hef ég margt að segja yður en þér getið ekki skilið það nú. En þegar andi sannleikans kemur mun hann leiða yður í allan sannleikann. Það sem hann segir yður hefur hann ekki frá sjálfum sér heldur mun hann segja yður það sem hann heyrir og kunngjöra yður það sem koma á. Hann mun gera mig dýrlegan því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður. Allt sem faðirinn á er mitt. Því sagði ég að hann tæki af mínu og kunngjörði yður.“

Jóhannesarguðspjall 16.5-15

Hundrað orða hugleiðing

Við hlustum. Skiljum ekki. Gleymum að spyrja hvert hann fari. Spyrjum sorgmædd en skiljum ekki svörin né heldur spurningar okkar. Hjálparinn í bílnum að morgni dags á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. En höfðingi heimsins er dæmdur. Við svipumst um á sviðinu og athugum hvort hann sé kominn á bak við lás og slá. Eða er hann á biðlista afplánunar? Andi sannleikans í rafmagnsstiga Kringlunnar. Hann mun leiða okkur í allan sannleikann. Þegar við göngum í flasið á sannleikanum tökum við utan um hann, fögnum honum eins og gömlum vini. Setjumst og hagræðum honum og spyrjum: Fer ekki vel um þig?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús sagði: „En nú fer ég til hans sem sendi mig og enginn yðar spyr mig: Hvert fer þú? En hryggð hefur fyllt hjarta yðar af því að ég sagði yður þetta. En ég segi yður sannleikann: Það er yður til góðs að ég fari burt því ef ég fer ekki kemur hjálparinn ekki til yðar. En ef ég fer sendi ég hann til yðar. Þegar hann kemur mun hann sanna heiminum hvað er synd og réttlæti og dómur. Syndin er að þeir trúðu ekki á mig, réttlætið að ég fer til föðurins og þér sjáið mig ekki lengur og dómurinn að höfðingi þessa heims er dæmdur.
Enn hef ég margt að segja yður en þér getið ekki skilið það nú. En þegar andi sannleikans kemur mun hann leiða yður í allan sannleikann. Það sem hann segir yður hefur hann ekki frá sjálfum sér heldur mun hann segja yður það sem hann heyrir og kunngjöra yður það sem koma á. Hann mun gera mig dýrlegan því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður. Allt sem faðirinn á er mitt. Því sagði ég að hann tæki af mínu og kunngjörði yður.“

Jóhannesarguðspjall 16.5-15

Hundrað orða hugleiðing

Við hlustum. Skiljum ekki. Gleymum að spyrja hvert hann fari. Spyrjum sorgmædd en skiljum ekki svörin né heldur spurningar okkar. Hjálparinn í bílnum að morgni dags á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. En höfðingi heimsins er dæmdur. Við svipumst um á sviðinu og athugum hvort hann sé kominn á bak við lás og slá. Eða er hann á biðlista afplánunar? Andi sannleikans í rafmagnsstiga Kringlunnar. Hann mun leiða okkur í allan sannleikann. Þegar við göngum í flasið á sannleikanum tökum við utan um hann, fögnum honum eins og gömlum vini. Setjumst og hagræðum honum og spyrjum: Fer ekki vel um þig?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir