Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Ég bið fyrir þeim. Ég bið ekki fyrir heiminum heldur fyrir þeim sem þú hefur gefið mér því að þeir eru þínir og allt mitt er þitt og þitt er mitt. Í þeim er ég dýrlegur orðinn. Ég er ekki lengur í heiminum. Þeir eru í heiminum en ég kem til þín. Heilagi faðir, varðveit þá í þínu nafni, því nafni sem þú hefur gefið mér, svo að þeir verði eitt eins og við. Meðan ég var hjá þeim varðveitti ég þá í nafni þínu sem þú hefur gefið mér, og gætti þeirra og enginn þeirra glataðist nema sonur glötunarinnar svo að ritningin rættist. Nú kem ég til þín. Þetta tala ég í heiminum til þess að þeir eigi í sjálfum sér fögnuð minn fullkominn. Ég hef gefið þeim orð þitt og heimurinn hataði þá af því að þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum. Ég bið ekki að þú takir þá úr heiminum heldur að þú varðveitir þá frá hinu illa. Þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum. Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur.

Jóhannesarguðspjall 17.9–17

Hundrað orða hugleiðing

Hann hugsaði með sjálfum sér að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem texti frá Jóhannesi guðspjallamanni, ylli honum heilabrotum. Engin furða að guðspjallamaðurinn hafi verið krýndur með merki arnarins. Örninn flýgur fugla hæst. Eins og háleit hugsun guðspjallamannsins: „Ég bið fyrir þeim,“ segir meistarinn frá Nasaret. Þau fjögur orð eru fagnaðarerindi út af fyrir sig. Hann biður fyrir okkur! Og meira en það. Meistarinn mótar hugsun okkar og náungakærleikurinn nær að blómstra. Já, gleðina sína hefur hann gefið okkur og orðið góða frá sjálfum skaparanum sem ætlar að varðveita okkur frá hinu illa. Svo á sannleikurinn að umvefja okkur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Ég bið fyrir þeim. Ég bið ekki fyrir heiminum heldur fyrir þeim sem þú hefur gefið mér því að þeir eru þínir og allt mitt er þitt og þitt er mitt. Í þeim er ég dýrlegur orðinn. Ég er ekki lengur í heiminum. Þeir eru í heiminum en ég kem til þín. Heilagi faðir, varðveit þá í þínu nafni, því nafni sem þú hefur gefið mér, svo að þeir verði eitt eins og við. Meðan ég var hjá þeim varðveitti ég þá í nafni þínu sem þú hefur gefið mér, og gætti þeirra og enginn þeirra glataðist nema sonur glötunarinnar svo að ritningin rættist. Nú kem ég til þín. Þetta tala ég í heiminum til þess að þeir eigi í sjálfum sér fögnuð minn fullkominn. Ég hef gefið þeim orð þitt og heimurinn hataði þá af því að þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum. Ég bið ekki að þú takir þá úr heiminum heldur að þú varðveitir þá frá hinu illa. Þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum. Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur.

Jóhannesarguðspjall 17.9–17

Hundrað orða hugleiðing

Hann hugsaði með sjálfum sér að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem texti frá Jóhannesi guðspjallamanni, ylli honum heilabrotum. Engin furða að guðspjallamaðurinn hafi verið krýndur með merki arnarins. Örninn flýgur fugla hæst. Eins og háleit hugsun guðspjallamannsins: „Ég bið fyrir þeim,“ segir meistarinn frá Nasaret. Þau fjögur orð eru fagnaðarerindi út af fyrir sig. Hann biður fyrir okkur! Og meira en það. Meistarinn mótar hugsun okkar og náungakærleikurinn nær að blómstra. Já, gleðina sína hefur hann gefið okkur og orðið góða frá sjálfum skaparanum sem ætlar að varðveita okkur frá hinu illa. Svo á sannleikurinn að umvefja okkur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir