Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar þeir höfðu matast sagði Jesús við Símon Pétur: „Símon Jóhannesson, elskar þú mig meira en þessir?“
Hann svarar: „Já, Drottinn, þú veist að ég elska þig.“
Jesús segir við hann: „Gæt þú lamba minna.“ Jesús sagði aftur við hann öðru sinni: „Símon Jóhannesson, elskar þú mig?“
Hann svaraði: „Já, Drottinn, þú veist að ég elska þig.“
Jesús segir við hann: „Ver hirðir sauða minna.“ Hann segir við hann í þriðja sinn: „Símon Jóhannesson, elskar þú mig?“
Pétur hryggðist við að hann skyldi spyrja hann þriðja sinni: „Elskar þú mig?“ Hann svaraði: „Drottinn, þú veist allt. Þú veist að ég elska þig.“
Jesús segir við hann: „Gæt þú sauða minna. Sannlega, sannlega segi ég þér: Þegar þú varst ungur bjóstu þig sjálfur og fórst hvert sem þú vildir en þegar þú ert orðinn gamall munt þú rétta út hendurnar og annar býr þig og leiðir þig þangað sem þú vilt ekki.“ Þetta sagði Jesús til að kynna með hvílíkum dauðdaga Pétur mundi vegsama Guð. Og er hann hafði þetta mælt sagði hann við hann: „Fylg þú mér.“

Jóhannesarguðspjall 21.15-19

Hundrað orða hugleiðing

Við tökum þetta með trompi, sagði almannaengillinn brosandi. Samstaða og við öll í einum takti! Já, en þó hver með sínum hætti. Slagorðið er: Gæt þú lamba minna. Við erum kirkja? umlaði einhver. Er ekki nauðsynlegt að hressa aðeins upp á ímyndina? sagði almannaengillinn, lömbin, tákn sakleysis sem verður að gæta. Og ferskleikans! Og við sem kirkja? Viljum við ekki rífa okkur upp? Enga sauði hér! Þögn sló á fölleitan mannauðinn. Almannaengillinn var með þetta. En þessi hirðir? Er það ekki búið að vera – mér finnst nytjamarkaðurinn alveg hafa stolið þessu af okkur. Ég hallast að orðinu gæðastjóri fagnaðarerindisins. Samþykkt.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar þeir höfðu matast sagði Jesús við Símon Pétur: „Símon Jóhannesson, elskar þú mig meira en þessir?“
Hann svarar: „Já, Drottinn, þú veist að ég elska þig.“
Jesús segir við hann: „Gæt þú lamba minna.“ Jesús sagði aftur við hann öðru sinni: „Símon Jóhannesson, elskar þú mig?“
Hann svaraði: „Já, Drottinn, þú veist að ég elska þig.“
Jesús segir við hann: „Ver hirðir sauða minna.“ Hann segir við hann í þriðja sinn: „Símon Jóhannesson, elskar þú mig?“
Pétur hryggðist við að hann skyldi spyrja hann þriðja sinni: „Elskar þú mig?“ Hann svaraði: „Drottinn, þú veist allt. Þú veist að ég elska þig.“
Jesús segir við hann: „Gæt þú sauða minna. Sannlega, sannlega segi ég þér: Þegar þú varst ungur bjóstu þig sjálfur og fórst hvert sem þú vildir en þegar þú ert orðinn gamall munt þú rétta út hendurnar og annar býr þig og leiðir þig þangað sem þú vilt ekki.“ Þetta sagði Jesús til að kynna með hvílíkum dauðdaga Pétur mundi vegsama Guð. Og er hann hafði þetta mælt sagði hann við hann: „Fylg þú mér.“

Jóhannesarguðspjall 21.15-19

Hundrað orða hugleiðing

Við tökum þetta með trompi, sagði almannaengillinn brosandi. Samstaða og við öll í einum takti! Já, en þó hver með sínum hætti. Slagorðið er: Gæt þú lamba minna. Við erum kirkja? umlaði einhver. Er ekki nauðsynlegt að hressa aðeins upp á ímyndina? sagði almannaengillinn, lömbin, tákn sakleysis sem verður að gæta. Og ferskleikans! Og við sem kirkja? Viljum við ekki rífa okkur upp? Enga sauði hér! Þögn sló á fölleitan mannauðinn. Almannaengillinn var með þetta. En þessi hirðir? Er það ekki búið að vera – mér finnst nytjamarkaðurinn alveg hafa stolið þessu af okkur. Ég hallast að orðinu gæðastjóri fagnaðarerindisins. Samþykkt.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir