Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jóhannes heyrði í fangelsinu um verk Krists. Þá sendi hann honum orð með lærisveinum sínum og spurði: „Ert þú sá sem koma skal eða eigum við að vænta annars?“
Jesús svaraði þeim: „Farið og kunngjörið Jóhannesi það sem þið heyrið og sjáið: Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp og fátækum er flutt fagnaðarerindi. Og sæll er sá sem ekki hneykslast á mér.“
Þegar þeir voru farnir tók Jesús að tala til mannfjöldans um Jóhannes: „Hvað fóruð þér að sjá í óbyggðum? Reyr af vindi skekinn? Hvað fóruð þér að sjá? Prúðbúinn mann? Nei, prúðbúna menn er að finna í sölum konunga. Til hvers fóruð þér? Að sjá spámann? Já, segi ég yður, og það meira en spámann. Hann er sá sem um er ritað:
Ég sendi sendiboða minn á undan þér,
hann á að greiða þér veg.

Matteusarguðspjall 11.2-10

Hundrað orða hugleiðing

Andartak stakk efinn sér að Jóhannesi og mér. Okkur fannst staðan þröng, hann bak við lás og slá og ég tvístígandi. Síðan komu þau og sögðu okkur frá því að fagnaðarerindið færi eins og eldur í sinu um götur og stræti. Jóhannes fékk ekki æviráðningu í kirkjumálaráðuneytinu enda gaf hann ekkert fyrir dresskóðann. Óbyggðirnar voru hans staður. Þegar hann kom inn til bæjanna bar hann á herðum sér ljúfa birtu himins og fjalla. Hann sagði meistarann frá Nasaret vera rétt ókominn en hann hefði beðið okkur um að tína upp úr ruðningnum helstu fordóma og kenningakreddur trúarinnar sem íþyngdu mannssálinni.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jóhannes heyrði í fangelsinu um verk Krists. Þá sendi hann honum orð með lærisveinum sínum og spurði: „Ert þú sá sem koma skal eða eigum við að vænta annars?“
Jesús svaraði þeim: „Farið og kunngjörið Jóhannesi það sem þið heyrið og sjáið: Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp og fátækum er flutt fagnaðarerindi. Og sæll er sá sem ekki hneykslast á mér.“
Þegar þeir voru farnir tók Jesús að tala til mannfjöldans um Jóhannes: „Hvað fóruð þér að sjá í óbyggðum? Reyr af vindi skekinn? Hvað fóruð þér að sjá? Prúðbúinn mann? Nei, prúðbúna menn er að finna í sölum konunga. Til hvers fóruð þér? Að sjá spámann? Já, segi ég yður, og það meira en spámann. Hann er sá sem um er ritað:
Ég sendi sendiboða minn á undan þér,
hann á að greiða þér veg.

Matteusarguðspjall 11.2-10

Hundrað orða hugleiðing

Andartak stakk efinn sér að Jóhannesi og mér. Okkur fannst staðan þröng, hann bak við lás og slá og ég tvístígandi. Síðan komu þau og sögðu okkur frá því að fagnaðarerindið færi eins og eldur í sinu um götur og stræti. Jóhannes fékk ekki æviráðningu í kirkjumálaráðuneytinu enda gaf hann ekkert fyrir dresskóðann. Óbyggðirnar voru hans staður. Þegar hann kom inn til bæjanna bar hann á herðum sér ljúfa birtu himins og fjalla. Hann sagði meistarann frá Nasaret vera rétt ókominn en hann hefði beðið okkur um að tína upp úr ruðningnum helstu fordóma og kenningakreddur trúarinnar sem íþyngdu mannssálinni.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir