Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar þeir nálgast Jerúsalem og koma til Betfage og Betaníu við Olíufjallið sendir Jesús tvo lærisveina sína og segir við þá: „Farið í þorpið hér fram undan ykkur. Um leið og þið komið þangað munuð þið finna fola bundinn sem enginn hefur enn komið á bak. Leysið hann og komið með hann. Ef einhver spyr ykkur: Hvers vegna gerið þið þetta? þá svarið: Drottinn[ þarf hans við, hann sendir hann jafnskjótt aftur hingað.“
Þeir fóru og fundu folann bundinn við dyr úti á strætinu og leystu hann. Nokkrir sem stóðu þar sögðu við þá: „Hvers vegna eruð þið að leysa folann?“
Þeir svöruðu eins og Jesús hafði sagt og þeir létu þá fara. Síðan færðu þeir Jesú folann og lögðu á hann klæði sín en hann settist á bak. Og margir breiddu klæði sín á veginn en aðrir lim sem þeir höfðu skorið af trjánum. Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu hrópuðu: „Hósanna. Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!“
Jesús fór inn í Jerúsalem og í helgidóminn. Þar leit hann yfir allt en þar sem komið var kvöld fór hann til Betaníu með þeim tólf.

Markúsarguðspjall 11.1-11

Hundrað orða hugleiðing

„Hógværð og aftur hógværð,” hugsaði hann með sér og starði ofan í mjúkstrokið lyklaborðið þar sem bókstafirnir dönsuðu í aðventugleði eins og hugsun hans. Og þeir skríktu af spenningi. Ekkert komst að nema þetta eina orð, hógværð. Hann afritaði það oft og dreifði því kröftuglega um tölvuskjáinn eins og þegar kampavínið freyðir um áramót. Kannski ætti hann að lesa orðið 1483 sinnum en það var alltaf orðafjöldinn í ræðum hans. Eða prenta orðið jafnoft út og dreifa því um kirkjugólfið eins og fólkið lagði klæði sín á veg meistarans. Holl endurtekning á nýársdegi kirkjunnar. Gjörningur á fyrsta sunnudegi í aðventu!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar þeir nálgast Jerúsalem og koma til Betfage og Betaníu við Olíufjallið sendir Jesús tvo lærisveina sína og segir við þá: „Farið í þorpið hér fram undan ykkur. Um leið og þið komið þangað munuð þið finna fola bundinn sem enginn hefur enn komið á bak. Leysið hann og komið með hann. Ef einhver spyr ykkur: Hvers vegna gerið þið þetta? þá svarið: Drottinn[ þarf hans við, hann sendir hann jafnskjótt aftur hingað.“
Þeir fóru og fundu folann bundinn við dyr úti á strætinu og leystu hann. Nokkrir sem stóðu þar sögðu við þá: „Hvers vegna eruð þið að leysa folann?“
Þeir svöruðu eins og Jesús hafði sagt og þeir létu þá fara. Síðan færðu þeir Jesú folann og lögðu á hann klæði sín en hann settist á bak. Og margir breiddu klæði sín á veginn en aðrir lim sem þeir höfðu skorið af trjánum. Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu hrópuðu: „Hósanna. Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!“
Jesús fór inn í Jerúsalem og í helgidóminn. Þar leit hann yfir allt en þar sem komið var kvöld fór hann til Betaníu með þeim tólf.

Markúsarguðspjall 11.1-11

Hundrað orða hugleiðing

„Hógværð og aftur hógværð,” hugsaði hann með sér og starði ofan í mjúkstrokið lyklaborðið þar sem bókstafirnir dönsuðu í aðventugleði eins og hugsun hans. Og þeir skríktu af spenningi. Ekkert komst að nema þetta eina orð, hógværð. Hann afritaði það oft og dreifði því kröftuglega um tölvuskjáinn eins og þegar kampavínið freyðir um áramót. Kannski ætti hann að lesa orðið 1483 sinnum en það var alltaf orðafjöldinn í ræðum hans. Eða prenta orðið jafnoft út og dreifa því um kirkjugólfið eins og fólkið lagði klæði sín á veg meistarans. Holl endurtekning á nýársdegi kirkjunnar. Gjörningur á fyrsta sunnudegi í aðventu!

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir