Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Verið miskunnsöm eins og faðir yðar er miskunnsamur. Dæmið ekki og þér munuð eigi verða dæmd. Sakfellið eigi og þér munuð eigi verða sakfelld. Fyrirgefið öðrum og Guð mun fyrirgefa yður. Gefið og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.“
Þá sagði Jesús þeim og líkingu: „Hvort fær blindur leitt blindan? Munu ekki báðir falla í gryfju? Ekki er lærisveinn meistaranum fremri en hver sem er fullnuma verður eins og meistari hans. Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Hvernig færð þú sagt við bróður þinn: Bróðir, lát mig draga flísina úr auga þér, en sérð ekki bjálkann í þínu auga? Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.

Lúkasarguðspjall 6.36-42

Hundrað orða hugleiðing

Þetta var góð leiðsögn fyrir lífið og þau létu listamúrara flísa orðin í tröppurnar upp að húsinu. „Verið miskunnsöm“, en oft hafði þurft að bera blak af fólki sem þeim var kunnugt og stóð í eldlínu stjórnmálanna. Í annarri tröppunni stóð: „Sakfellið eigi“. Það voru ekki bara hversdagslegir réttir snæddir við eldhúsborðið heldur var iðulega líflegur réttur settur þar og þungir dómar kveðnir rösklega upp svo mörgum var brugðið. Þriðja trappan bar orðin: „Fyrirgefið öðrum“. Hún var býsna máð, eins og einhver hefði staldrað við í henni og verið þungt hugsi. „Gefið“, stóð á síðustu tröppunni – margir stukku yfir hana.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Verið miskunnsöm eins og faðir yðar er miskunnsamur. Dæmið ekki og þér munuð eigi verða dæmd. Sakfellið eigi og þér munuð eigi verða sakfelld. Fyrirgefið öðrum og Guð mun fyrirgefa yður. Gefið og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.“
Þá sagði Jesús þeim og líkingu: „Hvort fær blindur leitt blindan? Munu ekki báðir falla í gryfju? Ekki er lærisveinn meistaranum fremri en hver sem er fullnuma verður eins og meistari hans. Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Hvernig færð þú sagt við bróður þinn: Bróðir, lát mig draga flísina úr auga þér, en sérð ekki bjálkann í þínu auga? Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.

Lúkasarguðspjall 6.36-42

Hundrað orða hugleiðing

Þetta var góð leiðsögn fyrir lífið og þau létu listamúrara flísa orðin í tröppurnar upp að húsinu. „Verið miskunnsöm“, en oft hafði þurft að bera blak af fólki sem þeim var kunnugt og stóð í eldlínu stjórnmálanna. Í annarri tröppunni stóð: „Sakfellið eigi“. Það voru ekki bara hversdagslegir réttir snæddir við eldhúsborðið heldur var iðulega líflegur réttur settur þar og þungir dómar kveðnir rösklega upp svo mörgum var brugðið. Þriðja trappan bar orðin: „Fyrirgefið öðrum“. Hún var býsna máð, eins og einhver hefði staldrað við í henni og verið þungt hugsi. „Gefið“, stóð á síðustu tröppunni – margir stukku yfir hana.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir