Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Fólkið spurði hann þá: „Hver ert þú?“ Jesús svaraði því: „Sá sem ég hef sagt yður frá upphafi.Margt hef ég um yður að tala og fyrir margt að dæma. En sá sem sendi mig er sannorður og það sem ég heyrði hjá honum, það tala ég til heimsins.“
Fólkið skildi ekki að hann var að tala við þá um föðurinn. Því sagði Jesús: „Þegar þér hefjið upp Mannssoninn munuð þér skilja að ég er sá sem ég er og að ég geri ekkert einn og sér heldur tala ég það eitt sem faðirinn hefur kennt mér. Og sá sem sendi mig er með mér. Hann hefur ekki látið mig einan því ég geri ætíð það sem honum þóknast.“ Þegar hann mælti þetta fóru margir að trúa á hann.

Jóhannesarguðspjall 8. 25-30

Hundrað orða hugleiðing

Hún sagðist skilja þetta. Jú, mikil ósköp. Meistarinn var búinn að segja þeim þetta allt saman áður. Sjálf þurfti hún að endurtaka sömu hlutina þegar hún kenndi unglingum. Auðvitað var hann góður kennari og fannst sjálfsagt að svara þeim aftur um hver hann væri. Allt það sem hann segði og gerði væri frá skaparanum komið. Já, gert með krafti hans eins og um væri beðið án þess að kvarta. Hann væri aldrei einn í lífi og dauða. Hún spyrði sig oft hvort hún ætti ekki að slást í hóp þeirra sem trúa á hann. Það væri góð sumarbyrjun í sálinni.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Fólkið spurði hann þá: „Hver ert þú?“ Jesús svaraði því: „Sá sem ég hef sagt yður frá upphafi.Margt hef ég um yður að tala og fyrir margt að dæma. En sá sem sendi mig er sannorður og það sem ég heyrði hjá honum, það tala ég til heimsins.“
Fólkið skildi ekki að hann var að tala við þá um föðurinn. Því sagði Jesús: „Þegar þér hefjið upp Mannssoninn munuð þér skilja að ég er sá sem ég er og að ég geri ekkert einn og sér heldur tala ég það eitt sem faðirinn hefur kennt mér. Og sá sem sendi mig er með mér. Hann hefur ekki látið mig einan því ég geri ætíð það sem honum þóknast.“ Þegar hann mælti þetta fóru margir að trúa á hann.

Jóhannesarguðspjall 8. 25-30

Hundrað orða hugleiðing

Hún sagðist skilja þetta. Jú, mikil ósköp. Meistarinn var búinn að segja þeim þetta allt saman áður. Sjálf þurfti hún að endurtaka sömu hlutina þegar hún kenndi unglingum. Auðvitað var hann góður kennari og fannst sjálfsagt að svara þeim aftur um hver hann væri. Allt það sem hann segði og gerði væri frá skaparanum komið. Já, gert með krafti hans eins og um væri beðið án þess að kvarta. Hann væri aldrei einn í lífi og dauða. Hún spyrði sig oft hvort hún ætti ekki að slást í hóp þeirra sem trúa á hann. Það væri góð sumarbyrjun í sálinni.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir