Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Á leið sinni í aðventuboðið staldraði hann örstutt á Austurvelli og lagði eyra eftir orðum ræðumannsins sem ávarpaði söfnuð sinn sem nöðruafkvæmi. Snjallt bragð til að fanga athygli fólks sem knúsaði hvert annað á þessum tíma sem sykurpúðar væru. Og þau sem fundu æðaslátt nöðrunnar í brjósti sínu fylltust ótta og spurðu skjálfandi hvað gera ætti. Svarið var auðvitað aðgerðapakki um jöfnuð og gjafmildi. Þrútinn fataskápur var gullið tækifæri til að sýna rausnarskap og eins belgfullur ísskápur af mat. Ekki svo fráleitur fagnaðarboðskapur sem kostaði reyndar heildaruppstokkun kerfisins. Andartak fór um hann tilverufræðilegur hrollur sem hvarf skjótt með fyrstu jólaglöggskönnunni.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Á leið sinni í aðventuboðið staldraði hann örstutt á Austurvelli og lagði eyra eftir orðum ræðumannsins sem ávarpaði söfnuð sinn sem nöðruafkvæmi. Snjallt bragð til að fanga athygli fólks sem knúsaði hvert annað á þessum tíma sem sykurpúðar væru. Og þau sem fundu æðaslátt nöðrunnar í brjósti sínu fylltust ótta og spurðu skjálfandi hvað gera ætti. Svarið var auðvitað aðgerðapakki um jöfnuð og gjafmildi. Þrútinn fataskápur var gullið tækifæri til að sýna rausnarskap og eins belgfullur ísskápur af mat. Ekki svo fráleitur fagnaðarboðskapur sem kostaði reyndar heildaruppstokkun kerfisins. Andartak fór um hann tilverufræðilegur hrollur sem hvarf skjótt með fyrstu jólaglöggskönnunni.





