Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Við mannfjöldann, sem fór út til að láta hann skíra sig, sagði hann: „Þið nöðrukyn, hver kenndi ykkur að flýja komandi reiði? Sýnið í verki að þið hafið tekið sinnaskiptum og farið ekki að segja með sjálfum ykkur: Við eigum Abraham að föður. Ég segi ykkur að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum. Öxin er þegar lögð að rótum trjánna og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað.“
Mannfjöldinn spurði hann: „Hvað eigum við þá að gera?“
En hann svaraði þeim: „Sá sem á tvo kyrtla gefi þeim er engan á og eins geri sá er matföng hefur.“
Þá komu og tollheimtumenn til að skírast. Þeir sögðu við hann: „Meistari, hvað eigum við að gera?“
En hann sagði við þá: „Heimtið ekki meira en fyrir ykkur er lagt.“
Hermenn spurðu hann einnig: „En hvað eigum við að gera?“
Hann sagði við þá: „Hafið ekki fé af neinum, hvorki með ofríki né svikum. Látið ykkur nægja mála ykkar.“
Allir voru nú fullir eftirvæntingar og hugsuðu með sjálfum sér hvort Jóhannes kynni að vera Kristur. En Jóhannes svaraði öllum og sagði: „Ég skíri ykkur með vatni en sá kemur sem mér er máttugri og er ég ekki verður að leysa skóþveng hans. Hann mun skíra ykkur með heilögum anda og eldi. Hann er með varpskófluna í hendi sér til þess að gerhreinsa láfa sinn og safna hveitinu í hlöðu sína en hismið mun hann brenna í óslökkvanda eldi.“
Með mörgu öðru hvatti hann fólk og flutti því fagnaðarboðin.

Lúkasarguðspjall 3.7-17

Hundrað orða hugleiðing

Á leið sinni í aðventuboðið staldraði hann örstutt á Austurvelli og lagði eyra eftir orðum ræðumannsins sem ávarpaði söfnuð sinn sem nöðruafkvæmi. Snjallt bragð til að fanga athygli fólks sem knúsaði hvert annað á þessum tíma sem sykurpúðar væru. Og þau sem fundu æðaslátt nöðrunnar í brjósti sínu fylltust ótta og spurðu skjálfandi hvað gera ætti. Svarið var auðvitað aðgerðapakki um jöfnuð og gjafmildi. Þrútinn fataskápur var gullið tækifæri til að sýna rausnarskap og eins belgfullur ísskápur af mat. Ekki svo fráleitur fagnaðarboðskapur sem kostaði reyndar heildaruppstokkun kerfisins. Andartak fór um hann tilverufræðilegur hrollur sem hvarf skjótt með fyrstu jólaglöggskönnunni.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Við mannfjöldann, sem fór út til að láta hann skíra sig, sagði hann: „Þið nöðrukyn, hver kenndi ykkur að flýja komandi reiði? Sýnið í verki að þið hafið tekið sinnaskiptum og farið ekki að segja með sjálfum ykkur: Við eigum Abraham að föður. Ég segi ykkur að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum. Öxin er þegar lögð að rótum trjánna og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað.“
Mannfjöldinn spurði hann: „Hvað eigum við þá að gera?“
En hann svaraði þeim: „Sá sem á tvo kyrtla gefi þeim er engan á og eins geri sá er matföng hefur.“
Þá komu og tollheimtumenn til að skírast. Þeir sögðu við hann: „Meistari, hvað eigum við að gera?“
En hann sagði við þá: „Heimtið ekki meira en fyrir ykkur er lagt.“
Hermenn spurðu hann einnig: „En hvað eigum við að gera?“
Hann sagði við þá: „Hafið ekki fé af neinum, hvorki með ofríki né svikum. Látið ykkur nægja mála ykkar.“
Allir voru nú fullir eftirvæntingar og hugsuðu með sjálfum sér hvort Jóhannes kynni að vera Kristur. En Jóhannes svaraði öllum og sagði: „Ég skíri ykkur með vatni en sá kemur sem mér er máttugri og er ég ekki verður að leysa skóþveng hans. Hann mun skíra ykkur með heilögum anda og eldi. Hann er með varpskófluna í hendi sér til þess að gerhreinsa láfa sinn og safna hveitinu í hlöðu sína en hismið mun hann brenna í óslökkvanda eldi.“
Með mörgu öðru hvatti hann fólk og flutti því fagnaðarboðin.

Lúkasarguðspjall 3.7-17

Hundrað orða hugleiðing

Á leið sinni í aðventuboðið staldraði hann örstutt á Austurvelli og lagði eyra eftir orðum ræðumannsins sem ávarpaði söfnuð sinn sem nöðruafkvæmi. Snjallt bragð til að fanga athygli fólks sem knúsaði hvert annað á þessum tíma sem sykurpúðar væru. Og þau sem fundu æðaslátt nöðrunnar í brjósti sínu fylltust ótta og spurðu skjálfandi hvað gera ætti. Svarið var auðvitað aðgerðapakki um jöfnuð og gjafmildi. Þrútinn fataskápur var gullið tækifæri til að sýna rausnarskap og eins belgfullur ísskápur af mat. Ekki svo fráleitur fagnaðarboðskapur sem kostaði reyndar heildaruppstokkun kerfisins. Andartak fór um hann tilverufræðilegur hrollur sem hvarf skjótt með fyrstu jólaglöggskönnunni.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir