Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Við ósköp lágvaxin og falin í litríkum mannfjölda þegar meistarinn frá Nasaret fer hjá og kallar í okkur. Hann sér okkur týnd í gjörningaveðrinu sem skekur dásemd og þunga líðandi stundar sem á okkur oftast. Og við yndislega lágvaxin prílum upp flughál mannlífsþrepin til að sjá það sem allir hafa talað um í tvö þúsund ár. Þau siðavöndu og ættprúðu á fremsta bekk sveia þegar meistarinn segist ætla að koma í kaffi og vöfflu til okkar. Við játum óttalaus margt óhreint í pokahornum okkar og erum tilbúin að bæta fyrir hitt og þetta þegar gullið tækifæri gefst eins og núna.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Við ósköp lágvaxin og falin í litríkum mannfjölda þegar meistarinn frá Nasaret fer hjá og kallar í okkur. Hann sér okkur týnd í gjörningaveðrinu sem skekur dásemd og þunga líðandi stundar sem á okkur oftast. Og við yndislega lágvaxin prílum upp flughál mannlífsþrepin til að sjá það sem allir hafa talað um í tvö þúsund ár. Þau siðavöndu og ættprúðu á fremsta bekk sveia þegar meistarinn segist ætla að koma í kaffi og vöfflu til okkar. Við játum óttalaus margt óhreint í pokahornum okkar og erum tilbúin að bæta fyrir hitt og þetta þegar gullið tækifæri gefst eins og núna.





