Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Nú komu þeir sjötíu og tveir aftur með fögnuði og sögðu: „Drottinn, jafnvel illir andar hlýða okkur þegar við tölum í þínu nafni.“

En Jesús mælti við þá: „Ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu. Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun gera yður mein. Gleðjist samt ekki af því að illu andarnir hlýða yður, gleðjist öllu heldur af hinu að nöfn yðar eru skráð í himnunum.“

Lúkasarguðspjall 10.17-20

Hundrað orða hugleiðing

Það var nýtt líf sem mætti þeim. Þess vegna komu þau með fögnuði og sögðu mikil tíðindi. Töluðu kannski hvert upp i annað. Slógu í gegn í hans nafni en þó var það ekki gleðin mesta. Þetta er fagnaðarerindið: Nafnið þitt er skráð á harðastan disk allra diska. Nöfn okkar. Í himninum. Hjá Guði í Jesú Kristi. Þar gleymist það ekki né glatast eins og gerist stundum í skrifræði nútímans. Þess vegna hrapar illskan af himni ofan eins og andvana flugeldur á gamlárskvöld. Enda faðmar þig nýtt líf. Ekkert gerir okkur mein. Það er bragðmikið veganesti sem dugar á ævigöngunni.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Nú komu þeir sjötíu og tveir aftur með fögnuði og sögðu: „Drottinn, jafnvel illir andar hlýða okkur þegar við tölum í þínu nafni.“

En Jesús mælti við þá: „Ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu. Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun gera yður mein. Gleðjist samt ekki af því að illu andarnir hlýða yður, gleðjist öllu heldur af hinu að nöfn yðar eru skráð í himnunum.“

Lúkasarguðspjall 10.17-20

Hundrað orða hugleiðing

Það var nýtt líf sem mætti þeim. Þess vegna komu þau með fögnuði og sögðu mikil tíðindi. Töluðu kannski hvert upp i annað. Slógu í gegn í hans nafni en þó var það ekki gleðin mesta. Þetta er fagnaðarerindið: Nafnið þitt er skráð á harðastan disk allra diska. Nöfn okkar. Í himninum. Hjá Guði í Jesú Kristi. Þar gleymist það ekki né glatast eins og gerist stundum í skrifræði nútímans. Þess vegna hrapar illskan af himni ofan eins og andvana flugeldur á gamlárskvöld. Enda faðmar þig nýtt líf. Ekkert gerir okkur mein. Það er bragðmikið veganesti sem dugar á ævigöngunni.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir