Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Ef heimurinn hatar yður þá vitið að hann hefur hatað mig fyrr en yður. Væruð þér af heiminum mundi heimurinn elska sína. Heimurinn hatar yður af því að þér eruð ekki af heiminum heldur hef ég útvalið yður úr heiminum. Minnist orðanna sem ég sagði við yður: Þjónn er ekki meiri en herra hans. Hafi menn ofsótt mig þá munu þeir líka ofsækja yður. Hafi þeir varðveitt orð mitt munu þeir líka varðveita yðar. En allt þetta munu þeir yður gera vegna nafns míns af því að þeir þekkja eigi þann sem sendi mig. Hefði ég ekki komið og talað til þeirra væru þeir ekki sekir um synd. En nú hafa þeir ekkert til afsökunar synd sinni. Sá sem hatar mig hatar og föður minn. Hefði ég ekki unnið meðal þeirra þau verk sem enginn annar hefur gert væru þeir ekki sekir um synd. En nú hafa þeir séð þau og hata þó bæði mig og föður minn. Svo hlaut að rætast orðið sem ritað er í lögmáli þeirra: Þeir hötuðu mig án saka.

Jóhannesarguðspjall 15. 18-25

Hundrað orða hugleiðing

Þau sögðu að þýddi ekkert að andvarpa stöðugt yfir örlögum kærleikans. Sæi hún ekki að valdamenn heimsins nýttu hvert tækifæri til að herja á kærleikann og þau sem hrópuðu á frið og miskunn ef ómetanlegum hagsmunum væri ógnað? Og hvað gæti ein manneskja svo sem gert þegar verið væri að slátra saklausu fólki og fella unga hermenn hér og þar í heiminum? Væri það ekki augljóst að heimurinn hataði kærleikann? Hún sagðist aldrei gefast upp. Meistarinn frá Nasaret væri hennar maður og hatur á honum væru ofsóknir gegn kærleikanum. Var það sök hans að hafa kennt þeim að elska náungann?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Ef heimurinn hatar yður þá vitið að hann hefur hatað mig fyrr en yður. Væruð þér af heiminum mundi heimurinn elska sína. Heimurinn hatar yður af því að þér eruð ekki af heiminum heldur hef ég útvalið yður úr heiminum. Minnist orðanna sem ég sagði við yður: Þjónn er ekki meiri en herra hans. Hafi menn ofsótt mig þá munu þeir líka ofsækja yður. Hafi þeir varðveitt orð mitt munu þeir líka varðveita yðar. En allt þetta munu þeir yður gera vegna nafns míns af því að þeir þekkja eigi þann sem sendi mig. Hefði ég ekki komið og talað til þeirra væru þeir ekki sekir um synd. En nú hafa þeir ekkert til afsökunar synd sinni. Sá sem hatar mig hatar og föður minn. Hefði ég ekki unnið meðal þeirra þau verk sem enginn annar hefur gert væru þeir ekki sekir um synd. En nú hafa þeir séð þau og hata þó bæði mig og föður minn. Svo hlaut að rætast orðið sem ritað er í lögmáli þeirra: Þeir hötuðu mig án saka.

Jóhannesarguðspjall 15. 18-25

Hundrað orða hugleiðing

Þau sögðu að þýddi ekkert að andvarpa stöðugt yfir örlögum kærleikans. Sæi hún ekki að valdamenn heimsins nýttu hvert tækifæri til að herja á kærleikann og þau sem hrópuðu á frið og miskunn ef ómetanlegum hagsmunum væri ógnað? Og hvað gæti ein manneskja svo sem gert þegar verið væri að slátra saklausu fólki og fella unga hermenn hér og þar í heiminum? Væri það ekki augljóst að heimurinn hataði kærleikann? Hún sagðist aldrei gefast upp. Meistarinn frá Nasaret væri hennar maður og hatur á honum væru ofsóknir gegn kærleikanum. Var það sök hans að hafa kennt þeim að elska náungann?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir