Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá sté Jesús í bát og hélt yfir um og kom til borgar sinnar. Þar færa menn honum lama mann sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra sagði hann við lama manninn: „Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“
Nokkrir fræðimenn hugsuðu þá með sjálfum sér: „Hann guðlastar!“
En Jesús þekkti hugsanir þeirra og sagði: „Hví hugsið þið illt í hjörtum ykkar? Hvort er auðveldara að segja: Syndir þínar eru fyrirgefnar, eða: Statt upp og gakk? En til þess að þið vitið að Mannssonurinn hefur vald á jörðu að fyrirgefa syndir þá segi ég þér,“ – og nú talar hann við lama manninn: „Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín!“
Og hann stóð upp og fór heim til sín. En fólkið, sem horfði á þetta, varð óttaslegið og lofaði Guð sem gefið hafði mönnum slíkt vald.

Matteusarguðspjall 9.1-8

Hundrað orða hugleiðing

Þegar hann fann ilmandi lífskraft endurheimtrar heilsu fara um sig fylltist hann djúpu þakklæti og horfði í himinglöð augu meistarans frá Nasaret. Síðan hélt hann heimleiðis eftir orði meistarans og var feginn því að sífellt sarg og yfirlæti fræðimannanna fór í taugarnar á honum. Orð meistarans dugðu honum sem veganesti til lífsins og greyptust í minni hans. Seinna frétti hann að fólkið sem hafði orðið vitni að því að meistarinn skóf af honum lömunina hefði lofað Guð fyrir græðimáttinn. Auðvitað bar hann sem fyrrum lamaður og ósjálfbjarga maður hróður meistarans og var stoltur af því hans vegna en ekki sín.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þá sté Jesús í bát og hélt yfir um og kom til borgar sinnar. Þar færa menn honum lama mann sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra sagði hann við lama manninn: „Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“
Nokkrir fræðimenn hugsuðu þá með sjálfum sér: „Hann guðlastar!“
En Jesús þekkti hugsanir þeirra og sagði: „Hví hugsið þið illt í hjörtum ykkar? Hvort er auðveldara að segja: Syndir þínar eru fyrirgefnar, eða: Statt upp og gakk? En til þess að þið vitið að Mannssonurinn hefur vald á jörðu að fyrirgefa syndir þá segi ég þér,“ – og nú talar hann við lama manninn: „Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín!“
Og hann stóð upp og fór heim til sín. En fólkið, sem horfði á þetta, varð óttaslegið og lofaði Guð sem gefið hafði mönnum slíkt vald.

Matteusarguðspjall 9.1-8

Hundrað orða hugleiðing

Þegar hann fann ilmandi lífskraft endurheimtrar heilsu fara um sig fylltist hann djúpu þakklæti og horfði í himinglöð augu meistarans frá Nasaret. Síðan hélt hann heimleiðis eftir orði meistarans og var feginn því að sífellt sarg og yfirlæti fræðimannanna fór í taugarnar á honum. Orð meistarans dugðu honum sem veganesti til lífsins og greyptust í minni hans. Seinna frétti hann að fólkið sem hafði orðið vitni að því að meistarinn skóf af honum lömunina hefði lofað Guð fyrir græðimáttinn. Auðvitað bar hann sem fyrrum lamaður og ósjálfbjarga maður hróður meistarans og var stoltur af því hans vegna en ekki sín.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir