Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þegar hann fann ilmandi lífskraft endurheimtrar heilsu fara um sig fylltist hann djúpu þakklæti og horfði í himinglöð augu meistarans frá Nasaret. Síðan hélt hann heimleiðis eftir orði meistarans og var feginn því að sífellt sarg og yfirlæti fræðimannanna fór í taugarnar á honum. Orð meistarans dugðu honum sem veganesti til lífsins og greyptust í minni hans. Seinna frétti hann að fólkið sem hafði orðið vitni að því að meistarinn skóf af honum lömunina hefði lofað Guð fyrir græðimáttinn. Auðvitað bar hann sem fyrrum lamaður og ósjálfbjarga maður hróður meistarans og var stoltur af því hans vegna en ekki sín.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þegar hann fann ilmandi lífskraft endurheimtrar heilsu fara um sig fylltist hann djúpu þakklæti og horfði í himinglöð augu meistarans frá Nasaret. Síðan hélt hann heimleiðis eftir orði meistarans og var feginn því að sífellt sarg og yfirlæti fræðimannanna fór í taugarnar á honum. Orð meistarans dugðu honum sem veganesti til lífsins og greyptust í minni hans. Seinna frétti hann að fólkið sem hafði orðið vitni að því að meistarinn skóf af honum lömunina hefði lofað Guð fyrir græðimáttinn. Auðvitað bar hann sem fyrrum lamaður og ósjálfbjarga maður hróður meistarans og var stoltur af því hans vegna en ekki sín.





