Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Um þessar mundir bar enn svo við að mikill mannfjöldi var saman kominn og hafði ekkert til matar. Jesús kallar þá til sín lærisveinana og segir við þá: „Ég kenni í brjósti um mannfjöldann. Menn hafa nú verið hjá mér þrjá daga og hafa ekkert til matar. Láti ég þá fara fastandi heim til sín örmagnast þeir á leiðinni en sumir þeirra eru langt að.“
Þá svöruðu lærisveinarnir: „Hvar er hægt að fá brauð til að metta þetta fólk hér í óbyggðum?“
Hann spurði þá: „Hve mörg brauð hafið þið?“
Þeir sögðu: „Sjö.“
Þá bauð Jesús fólkinu að setjast á jörðina, tók brauðin sjö, gerði þakkir og braut þau og gaf lærisveinum sínum að þeir bæru þau fram. En þeir báru þau fram fyrir fólkið. Þeir höfðu og fáeina smáfiska. Hann bað Guð að blessa þá og bauð að einnig þeir skyldu bornir fram. Menn neyttu og urðu mettir. Síðan tóku lærisveinarnir saman leifarnar, sjö körfur. En þar voru um fjögur þúsund manns. Síðan lét hann fólkið fara.

Markúsarguðspjall 8.1-9

Hundrað orða hugleiðing

Ég hugsaði um það á leiðinni heim. Hvað hafði gerst? Við vorum þarna nokkrar þúsundir, karlar, konur og börn. Þetta minnti á útihátíð. Hann talaði og við drukkum í okkur hvert orð. Þau meitluðust inn í hugann. Það var eins og himinninn sæti við hlið okkar og umvefði okkur. Meistarinn talaði við hvert og eitt okkar. Við vorum mörg komin langt að og heimferðin beið. Síðan tók hann brauð upp, blessaði þau og nokkra smáfiska. Við réttum hvert öðru matinn í bládjúpri og undarlegri kyrrð. Öll fengum við nóg. Kærleikur hans í orðum og fæðu streymir líka núna til okkar.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Um þessar mundir bar enn svo við að mikill mannfjöldi var saman kominn og hafði ekkert til matar. Jesús kallar þá til sín lærisveinana og segir við þá: „Ég kenni í brjósti um mannfjöldann. Menn hafa nú verið hjá mér þrjá daga og hafa ekkert til matar. Láti ég þá fara fastandi heim til sín örmagnast þeir á leiðinni en sumir þeirra eru langt að.“
Þá svöruðu lærisveinarnir: „Hvar er hægt að fá brauð til að metta þetta fólk hér í óbyggðum?“
Hann spurði þá: „Hve mörg brauð hafið þið?“
Þeir sögðu: „Sjö.“
Þá bauð Jesús fólkinu að setjast á jörðina, tók brauðin sjö, gerði þakkir og braut þau og gaf lærisveinum sínum að þeir bæru þau fram. En þeir báru þau fram fyrir fólkið. Þeir höfðu og fáeina smáfiska. Hann bað Guð að blessa þá og bauð að einnig þeir skyldu bornir fram. Menn neyttu og urðu mettir. Síðan tóku lærisveinarnir saman leifarnar, sjö körfur. En þar voru um fjögur þúsund manns. Síðan lét hann fólkið fara.

Markúsarguðspjall 8.1-9

Hundrað orða hugleiðing

Ég hugsaði um það á leiðinni heim. Hvað hafði gerst? Við vorum þarna nokkrar þúsundir, karlar, konur og börn. Þetta minnti á útihátíð. Hann talaði og við drukkum í okkur hvert orð. Þau meitluðust inn í hugann. Það var eins og himinninn sæti við hlið okkar og umvefði okkur. Meistarinn talaði við hvert og eitt okkar. Við vorum mörg komin langt að og heimferðin beið. Síðan tók hann brauð upp, blessaði þau og nokkra smáfiska. Við réttum hvert öðru matinn í bládjúpri og undarlegri kyrrð. Öll fengum við nóg. Kærleikur hans í orðum og fæðu streymir líka núna til okkar.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir