Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar vitringarnir voru farnir þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands. Þar skaltu vera uns ég segi þér því að Heródes mun leita barnsins til að fyrirfara því.“ Jósef vaknaði, tók barnið og móður þess um nóttina og fór til Egyptalands. Þar dvöldust þau þangað til Heródes var allur. Það átti að rætast sem Drottinn lét spámanninn segja: „Frá Egyptalandi kallaði ég son minn.“

Matteusarguðspjall 2. 13-15

Hundrað orða hugleiðing

Henni leiddist allt þetta neikvæða og vildi hafa kristindóminn stífbónaðan eins og kirkjugólfið og gljáandi palisanderinn í safnaðarheimilinu. Já, hún var fyrir allt hið smekklega og vandaða og trúin átti að falla inn í lífsmynstur fólks eins og í útsaumsverki. Jú, auðvitað bjátaði á ýmsu hjá almenningi í heiminum og hörmungarnar alltaf við næsta horn. En jákvæðnin var mikilvæg í þessum dökka straumi tímans og nú var hin heilaga fjölskylda ekki stödd í sykurhúðuðu piparkökuhúsi heldur í flóttamannatjaldi. Jósef var umhyggjusamur faðir, ábyrgur og hlítti ráðum engla til að bjarga fjölskyldu sinni frá stjörnubrjáluðum valdamönnum. Og þau áttu nú hjólatösku.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þegar vitringarnir voru farnir þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands. Þar skaltu vera uns ég segi þér því að Heródes mun leita barnsins til að fyrirfara því.“ Jósef vaknaði, tók barnið og móður þess um nóttina og fór til Egyptalands. Þar dvöldust þau þangað til Heródes var allur. Það átti að rætast sem Drottinn lét spámanninn segja: „Frá Egyptalandi kallaði ég son minn.“

Matteusarguðspjall 2. 13-15

Hundrað orða hugleiðing

Henni leiddist allt þetta neikvæða og vildi hafa kristindóminn stífbónaðan eins og kirkjugólfið og gljáandi palisanderinn í safnaðarheimilinu. Já, hún var fyrir allt hið smekklega og vandaða og trúin átti að falla inn í lífsmynstur fólks eins og í útsaumsverki. Jú, auðvitað bjátaði á ýmsu hjá almenningi í heiminum og hörmungarnar alltaf við næsta horn. En jákvæðnin var mikilvæg í þessum dökka straumi tímans og nú var hin heilaga fjölskylda ekki stödd í sykurhúðuðu piparkökuhúsi heldur í flóttamannatjaldi. Jósef var umhyggjusamur faðir, ábyrgur og hlítti ráðum engla til að bjarga fjölskyldu sinni frá stjörnubrjáluðum valdamönnum. Og þau áttu nú hjólatösku.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir