Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Henni leiddist allt þetta neikvæða og vildi hafa kristindóminn stífbónaðan eins og kirkjugólfið og gljáandi palisanderinn í safnaðarheimilinu. Já, hún var fyrir allt hið smekklega og vandaða og trúin átti að falla inn í lífsmynstur fólks eins og í útsaumsverki. Jú, auðvitað bjátaði á ýmsu hjá almenningi í heiminum og hörmungarnar alltaf við næsta horn. En jákvæðnin var mikilvæg í þessum dökka straumi tímans og nú var hin heilaga fjölskylda ekki stödd í sykurhúðuðu piparkökuhúsi heldur í flóttamannatjaldi. Jósef var umhyggjusamur faðir, ábyrgur og hlítti ráðum engla til að bjarga fjölskyldu sinni frá stjörnubrjáluðum valdamönnum. Og þau áttu nú hjólatösku.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Henni leiddist allt þetta neikvæða og vildi hafa kristindóminn stífbónaðan eins og kirkjugólfið og gljáandi palisanderinn í safnaðarheimilinu. Já, hún var fyrir allt hið smekklega og vandaða og trúin átti að falla inn í lífsmynstur fólks eins og í útsaumsverki. Jú, auðvitað bjátaði á ýmsu hjá almenningi í heiminum og hörmungarnar alltaf við næsta horn. En jákvæðnin var mikilvæg í þessum dökka straumi tímans og nú var hin heilaga fjölskylda ekki stödd í sykurhúðuðu piparkökuhúsi heldur í flóttamannatjaldi. Jósef var umhyggjusamur faðir, ábyrgur og hlítti ráðum engla til að bjarga fjölskyldu sinni frá stjörnubrjáluðum valdamönnum. Og þau áttu nú hjólatösku.





