Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.
Þegar þú gefur ölmusu skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér eins og hræsnarar gera í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.
En þegar þú gefur ölmusu viti vinstri hönd þín ekki hvað sú hægri gerir svo að ölmusa þín sé í leynum og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

Matteusarguðspjall 6.1-4

Hundrað orða hugleiðing

Kristin trú er ekki neitt sýningaratriði. Hún er miklu meira en það. Trúin er gjöf og lífsskilningur; hún er órjúfanlegur hluti af þér. Þegar þú gengur fram í trúnni þá veistu ekki af því vegna þess að hún er eins og æðasláttur þinn. Þú þarft ekki að hrópa til annarra og biðja þau um að sjá hvað þú ert mikill mannvinur og barmafullur af trú og réttlæti. Þegar þú réttir öðrum hjálparhönd þá er það ómeðvitað, já eins og að draga andann áreynslulaust. Nafnlaus trúin er drifkrafturinn í lífinu, hógvær eins og kærleikurinn, hreykir sér ekki upp. Hún bara er.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.
Þegar þú gefur ölmusu skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér eins og hræsnarar gera í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.
En þegar þú gefur ölmusu viti vinstri hönd þín ekki hvað sú hægri gerir svo að ölmusa þín sé í leynum og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

Matteusarguðspjall 6.1-4

Hundrað orða hugleiðing

Kristin trú er ekki neitt sýningaratriði. Hún er miklu meira en það. Trúin er gjöf og lífsskilningur; hún er órjúfanlegur hluti af þér. Þegar þú gengur fram í trúnni þá veistu ekki af því vegna þess að hún er eins og æðasláttur þinn. Þú þarft ekki að hrópa til annarra og biðja þau um að sjá hvað þú ert mikill mannvinur og barmafullur af trú og réttlæti. Þegar þú réttir öðrum hjálparhönd þá er það ómeðvitað, já eins og að draga andann áreynslulaust. Nafnlaus trúin er drifkrafturinn í lífinu, hógvær eins og kærleikurinn, hreykir sér ekki upp. Hún bara er.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir