Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þaðan hélt Jesús til byggða Týrusar og Sídonar. Þá kom kona nokkur kanversk úr þeim héruðum og kallaði: „Miskunna þú mér, Drottinn, sonur Davíðs! Dóttir mín er mjög kvalin af illum anda.“
En Jesús svaraði henni engu orði. Lærisveinar hans komu þá og báðu hann: „Láttu hana fara, hún eltir okkur með hrópum.“
Jesús mælti: „Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt.“
Konan kom, laut honum og sagði: „Drottinn, hjálpa þú mér!“
Hann svaraði: „Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana.“
Hún sagði: „Satt er það, Drottinn, þó eta hundarnir mola þá sem falla af borðum húsbænda þeirra.“
Þá mælti Jesús við hana: „Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt.“ Og dóttir hennar varð heil frá þeirri stundu.

Matteusarguðspjall 15.21-28

Hundrað orða hugleiðing

Það var þessi kona. Hún vissi að meistarinn var eina von hennar og ætlaði ekki að láta hana ganga úr greipum sér. Móðurástin einbeitt og allt gert til að bjarga sárkvalinni dóttur. Sjálf var móðirin kannski langþreytt en þegar hún lýtur meistaranum færist guðdómleg hvíld yfir hana. Meistarinn þögull í fyrstu. Ekki oft sem hann svarar kuldalega. Hún heillar hann með snilldarsvari sem er sterk trúarjátning. „Kona, mikil er trú þín!“ segir meistarinn snortinn – og dóttir konunnar nær samstundis heilsu. Oft hef ég þráð að heyra þessi orð af minna tilefni en nafnlausa konan sem er fordæmi fyrir alla trúaða.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Þaðan hélt Jesús til byggða Týrusar og Sídonar. Þá kom kona nokkur kanversk úr þeim héruðum og kallaði: „Miskunna þú mér, Drottinn, sonur Davíðs! Dóttir mín er mjög kvalin af illum anda.“
En Jesús svaraði henni engu orði. Lærisveinar hans komu þá og báðu hann: „Láttu hana fara, hún eltir okkur með hrópum.“
Jesús mælti: „Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt.“
Konan kom, laut honum og sagði: „Drottinn, hjálpa þú mér!“
Hann svaraði: „Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana.“
Hún sagði: „Satt er það, Drottinn, þó eta hundarnir mola þá sem falla af borðum húsbænda þeirra.“
Þá mælti Jesús við hana: „Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt.“ Og dóttir hennar varð heil frá þeirri stundu.

Matteusarguðspjall 15.21-28

Hundrað orða hugleiðing

Það var þessi kona. Hún vissi að meistarinn var eina von hennar og ætlaði ekki að láta hana ganga úr greipum sér. Móðurástin einbeitt og allt gert til að bjarga sárkvalinni dóttur. Sjálf var móðirin kannski langþreytt en þegar hún lýtur meistaranum færist guðdómleg hvíld yfir hana. Meistarinn þögull í fyrstu. Ekki oft sem hann svarar kuldalega. Hún heillar hann með snilldarsvari sem er sterk trúarjátning. „Kona, mikil er trú þín!“ segir meistarinn snortinn – og dóttir konunnar nær samstundis heilsu. Oft hef ég þráð að heyra þessi orð af minna tilefni en nafnlausa konan sem er fordæmi fyrir alla trúaða.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir