Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón. Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufull um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn? Og hví eruð þér áhyggjufull um klæðnað? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins sem í dag stendur en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlítil! Segið því ekki áhyggjufull: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? Allt þetta stunda heiðingjarnir og yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.

Matteusarguðspjall 6.24-34 (15. sunnudagur eftir þrenningarhátíð)

Hundrað orða hugleiðing

Þessi mammón þar sem allt snýst um peninga og enginn getur verið án. Sá sem gefur sig þeim á vald gengur í björg. Er horfinn inn í bergið. Guð og mammón. Elskunni verður ekki skipt á milli né heldur hatrinu. Þar er múr á milli. Þú stendur við rætur múrsins og horfir yfir til náttúrunnar sem fagnar þér með fegurð sinni og áhyggjuleysi. En framar fegurð hennar og yndi stendur þú þótt trúin brenni ekki alltaf skært í glugganum hjá þér. Hvers vegna ekki að leita að réttlæti hans og ríki? Það veitir allt – hver dagur hefur byrði sína byrði.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón. Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufull um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn? Og hví eruð þér áhyggjufull um klæðnað? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins sem í dag stendur en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlítil! Segið því ekki áhyggjufull: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? Allt þetta stunda heiðingjarnir og yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.

Matteusarguðspjall 6.24-34 (15. sunnudagur eftir þrenningarhátíð)

Hundrað orða hugleiðing

Þessi mammón þar sem allt snýst um peninga og enginn getur verið án. Sá sem gefur sig þeim á vald gengur í björg. Er horfinn inn í bergið. Guð og mammón. Elskunni verður ekki skipt á milli né heldur hatrinu. Þar er múr á milli. Þú stendur við rætur múrsins og horfir yfir til náttúrunnar sem fagnar þér með fegurð sinni og áhyggjuleysi. En framar fegurð hennar og yndi stendur þú þótt trúin brenni ekki alltaf skært í glugganum hjá þér. Hvers vegna ekki að leita að réttlæti hans og ríki? Það veitir allt – hver dagur hefur byrði sína byrði.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir