Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Skömmu síðar bar svo við að Jesús hélt til borgar sem heitir Nain og lærisveinar hans fóru með honum og mikill mannfjöldi. Þegar hann nálgaðist borgarhliðið þá var verið að bera út látinn mann, einkason móður sinnar sem var ekkja, og mikill fjöldi úr borginni var með henni. Og er Drottinn sá hana kenndi hann í brjósti um hana og sagði við hana: „Grát þú eigi!“ Og hann gekk að og snart líkbörurnar en þeir sem báru námu staðar. Þá sagði hann: „Ungi maður, ég segi þér, rís þú upp!“ Hinn látni settist þá upp og tók að mæla og Jesús gaf hann móður hans. En ótti greip alla og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: „Spámaður mikill er risinn upp meðal okkar,“ og „Guð hefur vitjað lýðs síns.“ Og þessi fregn um Jesú barst út um alla Júdeu og allt nágrennið.

Lúkasarguðspjall 7.11-17 (16. sunnudagur eftir þrenningarhátíð)

Hundrað orða hugleiðing

Nain sem enginn þekkir nema vegna þess að lífið reis þar upp. Lífið er gjöf ljúf, viðkvæm og dýrmæt. Gjöf sem við skiljum ekki alltaf. Hann gengur inn í borgina umvafinn fólki og gulur sandurinn þyrlast upp. Það er heitt og mannfjöldinn þrýstir sér að honum. Heyrir hjarta hans slá. Lífið svellur í brjósti hans og leitar hjartans sem þagnaði. Einkasonur ekkjunnar, ungur maður. Hún, með harmþrungið hjarta. Og hann með lífið í orði sínu og elsku rekur grátinn á brott. Hann gefur lífið: Rís þú upp! Og við með misung augu lítum upp og horfum inn í mjúka eilífð.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Skömmu síðar bar svo við að Jesús hélt til borgar sem heitir Nain og lærisveinar hans fóru með honum og mikill mannfjöldi. Þegar hann nálgaðist borgarhliðið þá var verið að bera út látinn mann, einkason móður sinnar sem var ekkja, og mikill fjöldi úr borginni var með henni. Og er Drottinn sá hana kenndi hann í brjósti um hana og sagði við hana: „Grát þú eigi!“ Og hann gekk að og snart líkbörurnar en þeir sem báru námu staðar. Þá sagði hann: „Ungi maður, ég segi þér, rís þú upp!“ Hinn látni settist þá upp og tók að mæla og Jesús gaf hann móður hans. En ótti greip alla og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: „Spámaður mikill er risinn upp meðal okkar,“ og „Guð hefur vitjað lýðs síns.“ Og þessi fregn um Jesú barst út um alla Júdeu og allt nágrennið.

Lúkasarguðspjall 7.11-17 (16. sunnudagur eftir þrenningarhátíð)

Hundrað orða hugleiðing

Nain sem enginn þekkir nema vegna þess að lífið reis þar upp. Lífið er gjöf ljúf, viðkvæm og dýrmæt. Gjöf sem við skiljum ekki alltaf. Hann gengur inn í borgina umvafinn fólki og gulur sandurinn þyrlast upp. Það er heitt og mannfjöldinn þrýstir sér að honum. Heyrir hjarta hans slá. Lífið svellur í brjósti hans og leitar hjartans sem þagnaði. Einkasonur ekkjunnar, ungur maður. Hún, með harmþrungið hjarta. Og hann með lífið í orði sínu og elsku rekur grátinn á brott. Hann gefur lífið: Rís þú upp! Og við með misung augu lítum upp og horfum inn í mjúka eilífð.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir