Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi. En er Jesús sá mannfjöldann kenndi hann í brjósti um hann því menn voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir er engan hirði hafa. Þá sagði hann við lærisveina sína: „Uppskeran er mikil en verkamenn fáir. Biðjið því Drottin uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.“

Matteusarguðspjall 9. 35-38

Hundrað orða hugleiðing

Ég er þorp. Ég er borg. Ég er hreysi. Ég er ég. Fagnaðarerindið kemur með heilbrigði og heilgun inn í sálarkirnuna – eins og djúpa angan af þessari paradís sem staldrað var í um hríð fyrir margt löngu. Guð sér mig og þig í mannfjöldanum – horfir umhyggjusömum augum á okkur og kærleikur hans streymir frá innstu rótum hugans til okkar og gefur líf. Opnum augun. Hversu örugg sem við kunnum að vera með okkur í einlægum vilja til góðs eða sjálfhverfum hégóma þá er alltaf auðveldara en við höldum að rétta hrjáðum og umkomulausum hjálparhraða hönd sem góði hirðirinn rétti okkur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi. En er Jesús sá mannfjöldann kenndi hann í brjósti um hann því menn voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir er engan hirði hafa. Þá sagði hann við lærisveina sína: „Uppskeran er mikil en verkamenn fáir. Biðjið því Drottin uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.“

Matteusarguðspjall 9. 35-38

Hundrað orða hugleiðing

Ég er þorp. Ég er borg. Ég er hreysi. Ég er ég. Fagnaðarerindið kemur með heilbrigði og heilgun inn í sálarkirnuna – eins og djúpa angan af þessari paradís sem staldrað var í um hríð fyrir margt löngu. Guð sér mig og þig í mannfjöldanum – horfir umhyggjusömum augum á okkur og kærleikur hans streymir frá innstu rótum hugans til okkar og gefur líf. Opnum augun. Hversu örugg sem við kunnum að vera með okkur í einlægum vilja til góðs eða sjálfhverfum hégóma þá er alltaf auðveldara en við höldum að rétta hrjáðum og umkomulausum hjálparhraða hönd sem góði hirðirinn rétti okkur.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir