Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Þá sté Jesús í bát og hélt yfir um og kom til borgar sinnar. Þar færa menn honum lama mann sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra sagði hann við lama manninn: „Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“ Nokkrir fræðimenn hugsuðu þá með sjálfum sér: „Hann guðlastar!“ En Jesús þekkti hugsanir þeirra og sagði: „Hví hugsið þið illt í hjörtum ykkar? Hvort er auðveldara að segja: Syndir þínar eru fyrirgefnar, eða: Statt upp og gakk? En til þess að þið vitið að Mannssonurinn hefur vald á jörðu að fyrirgefa syndir þá segi ég þér,“ -; og nú talar hann við lama manninn: „Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín!“ Og hann stóð upp og fór heim til sín. En fólkið, sem horfði á þetta, varð óttaslegið og lofaði Guð sem gefið hafði mönnum slíkt vald.

Matteusarguðspjall 9.1-8 (19. sunnudagur eftir þrenningarhátíð)

Hundrað orða hugleiðing

Hann sér trú í styrkum höndum sem bera máttvana líkama til hans. Barnslegt traustið ljómar í vanmætti mannsins og Jesús leysir alla fjötra af honum og býður honum að finna æskuþrótt lífsins þjóta aftur um æðar sínar. Hugsanir fræðimannanna eru kaldar og hrjúfar. Orð Jesú varpa mjúkri og heitri birtu á sviðið og hógvær mannssonurinn stígur fram. Hann sem gefur öllum upprisuna. Lamaði maðurinn finnur mildar hendur kærleikans fara um sig og gruggugt uml fræðimanna heyrist ekki. Hann sér og finnur opinberunina sem hríslast um hann þegar honum er sagt að standa upp og fara heim. Í  frelsið. Þú líka.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Þá sté Jesús í bát og hélt yfir um og kom til borgar sinnar. Þar færa menn honum lama mann sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra sagði hann við lama manninn: „Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“ Nokkrir fræðimenn hugsuðu þá með sjálfum sér: „Hann guðlastar!“ En Jesús þekkti hugsanir þeirra og sagði: „Hví hugsið þið illt í hjörtum ykkar? Hvort er auðveldara að segja: Syndir þínar eru fyrirgefnar, eða: Statt upp og gakk? En til þess að þið vitið að Mannssonurinn hefur vald á jörðu að fyrirgefa syndir þá segi ég þér,“ -; og nú talar hann við lama manninn: „Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín!“ Og hann stóð upp og fór heim til sín. En fólkið, sem horfði á þetta, varð óttaslegið og lofaði Guð sem gefið hafði mönnum slíkt vald.

Matteusarguðspjall 9.1-8 (19. sunnudagur eftir þrenningarhátíð)

Hundrað orða hugleiðing

Hann sér trú í styrkum höndum sem bera máttvana líkama til hans. Barnslegt traustið ljómar í vanmætti mannsins og Jesús leysir alla fjötra af honum og býður honum að finna æskuþrótt lífsins þjóta aftur um æðar sínar. Hugsanir fræðimannanna eru kaldar og hrjúfar. Orð Jesú varpa mjúkri og heitri birtu á sviðið og hógvær mannssonurinn stígur fram. Hann sem gefur öllum upprisuna. Lamaði maðurinn finnur mildar hendur kærleikans fara um sig og gruggugt uml fræðimanna heyrist ekki. Hann sér og finnur opinberunina sem hríslast um hann þegar honum er sagt að standa upp og fara heim. Í  frelsið. Þú líka.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir