Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hvað annað gátu þau gert en sagt frá því? Sá sem verður vitni að einhverju sögulegu og því sem rýfur öll mörk hins náttúrlega getur tæplega þagað um það. Auðvitað taka menn andköf og trúa vart sínum eigin augum og eyrum. Ekkert eðlilegra en að smella því rakleiðis á Feisbók og Instagram. Segja glaðbeitt öllum á samfélagsmiðlunum frá þessum undrum og stórmerkjum. Af hverju að þegja um það? Og þó að meistarinn frá Nasaret þrábæði þau um að þegja yfir því sem gerðist fylltust þau enn trylltari ákafa til að segja frá rödd himinsins á jörðu. Við líka. Ekki satt?
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hvað annað gátu þau gert en sagt frá því? Sá sem verður vitni að einhverju sögulegu og því sem rýfur öll mörk hins náttúrlega getur tæplega þagað um það. Auðvitað taka menn andköf og trúa vart sínum eigin augum og eyrum. Ekkert eðlilegra en að smella því rakleiðis á Feisbók og Instagram. Segja glaðbeitt öllum á samfélagsmiðlunum frá þessum undrum og stórmerkjum. Af hverju að þegja um það? Og þó að meistarinn frá Nasaret þrábæði þau um að þegja yfir því sem gerðist fylltust þau enn trylltari ákafa til að segja frá rödd himinsins á jörðu. Við líka. Ekki satt?