Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Síðan hélt Jesús úr Týrusarbyggðum, um Sídon og yfir Dekapólisbyggðir miðjar til Galíleuvatns. Þá færa menn til hans daufan og málhaltan mann og biðja hann að leggja hönd sína yfir hann. Jesús leiddi hann afsíðis frá fólkinu, stakk fingrum sínum í eyru honum og vætti tungu hans með munnvatni sínu. Þá leit hann upp til himins, andvarpaði og sagði við hann: „Effaþa,“ það er: Opnist þú.
Og eyru hans opnuðust og haft tungu hans losnaði og hann talaði skýrt. Jesús bannaði þeim að segja þetta neinum en svo mjög sem hann bannaði þeim því frekar sögðu þeir frá því. Menn undruðust mjög og sögðu: „Allt gerir hann vel, daufa lætur hann heyra og mállausa mæla.“

Markúsarguðspjall 7.31-37

Hundrað orða hugleiðing

Hvað annað gátu þau gert en sagt frá því? Sá sem verður vitni að einhverju sögulegu og því sem rýfur öll mörk hins náttúrlega getur tæplega þagað um það. Auðvitað taka menn andköf og trúa vart sínum eigin augum og eyrum. Ekkert eðlilegra en að smella því rakleiðis á Feisbók og Instagram. Segja glaðbeitt öllum á samfélagsmiðlunum frá þessum undrum og stórmerkjum. Af hverju að þegja um það? Og þó að meistarinn frá Nasaret þrábæði þau um að þegja yfir því sem gerðist fylltust þau enn trylltari ákafa til að segja frá rödd himinsins á jörðu. Við líka. Ekki satt?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Síðan hélt Jesús úr Týrusarbyggðum, um Sídon og yfir Dekapólisbyggðir miðjar til Galíleuvatns. Þá færa menn til hans daufan og málhaltan mann og biðja hann að leggja hönd sína yfir hann. Jesús leiddi hann afsíðis frá fólkinu, stakk fingrum sínum í eyru honum og vætti tungu hans með munnvatni sínu. Þá leit hann upp til himins, andvarpaði og sagði við hann: „Effaþa,“ það er: Opnist þú.
Og eyru hans opnuðust og haft tungu hans losnaði og hann talaði skýrt. Jesús bannaði þeim að segja þetta neinum en svo mjög sem hann bannaði þeim því frekar sögðu þeir frá því. Menn undruðust mjög og sögðu: „Allt gerir hann vel, daufa lætur hann heyra og mállausa mæla.“

Markúsarguðspjall 7.31-37

Hundrað orða hugleiðing

Hvað annað gátu þau gert en sagt frá því? Sá sem verður vitni að einhverju sögulegu og því sem rýfur öll mörk hins náttúrlega getur tæplega þagað um það. Auðvitað taka menn andköf og trúa vart sínum eigin augum og eyrum. Ekkert eðlilegra en að smella því rakleiðis á Feisbók og Instagram. Segja glaðbeitt öllum á samfélagsmiðlunum frá þessum undrum og stórmerkjum. Af hverju að þegja um það? Og þó að meistarinn frá Nasaret þrábæði þau um að þegja yfir því sem gerðist fylltust þau enn trylltari ákafa til að segja frá rödd himinsins á jörðu. Við líka. Ekki satt?

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir