Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann sagðist vera einn af þessum hrjáðu og umkomulausu og hafði heyrt meistarann frá Nasaret flytja fagnaðarerindið. Vildi slást í hóp verkamanna meistarans sem héldu út til fólksins með fagnaðarerindið. Hún spurði stólræðulega hvaða fagnaðarerindi hann væri að tala um og það kom hik á hann og sagði svo að það væri upprisuboðskapurinn. Hún lyfti þungmáluðum brúnum og sagðist þurfa bakgrunnsupplýsingar um hann og þá þyrfti hann að fara á samskiptanámskeið. Svo hefði allt þetta með fagnaðarerindið breyst með nýjum áherslum. Bætti við að snyrtimennska væri líka lykilatriði. Eftirvæntingin ljómaði af honum og hann sagðist vera tilbúinn í nýtt upprisumódel.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hann sagðist vera einn af þessum hrjáðu og umkomulausu og hafði heyrt meistarann frá Nasaret flytja fagnaðarerindið. Vildi slást í hóp verkamanna meistarans sem héldu út til fólksins með fagnaðarerindið. Hún spurði stólræðulega hvaða fagnaðarerindi hann væri að tala um og það kom hik á hann og sagði svo að það væri upprisuboðskapurinn. Hún lyfti þungmáluðum brúnum og sagðist þurfa bakgrunnsupplýsingar um hann og þá þyrfti hann að fara á samskiptanámskeið. Svo hefði allt þetta með fagnaðarerindið breyst með nýjum áherslum. Bætti við að snyrtimennska væri líka lykilatriði. Eftirvæntingin ljómaði af honum og hann sagðist vera tilbúinn í nýtt upprisumódel.





