Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi. En er Jesús sá mannfjöldann kenndi hann í brjósti um hann því menn voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir er engan hirði hafa. Þá sagði hann við lærisveina sína: „Uppskeran er mikil en verkamenn fáir. Biðjið því Drottin uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.“

Matteusarguðspjall 9.35-38

Hundrað orða hugleiðing

Hann sagðist vera einn af þessum hrjáðu og umkomulausu og hafði heyrt meistarann frá Nasaret flytja fagnaðarerindið. Vildi slást í hóp verkamanna meistarans sem héldu út til fólksins með fagnaðarerindið. Hún spurði stólræðulega hvaða fagnaðarerindi hann væri að tala um og það kom hik á hann og sagði svo að það væri upprisuboðskapurinn. Hún lyfti þungmáluðum brúnum og sagðist þurfa bakgrunnsupplýsingar um hann og þá þyrfti hann að fara á samskiptanámskeið. Svo hefði allt þetta með fagnaðarerindið breyst með nýjum áherslum. Bætti við að snyrtimennska væri líka lykilatriði. Eftirvæntingin ljómaði af honum og hann sagðist vera tilbúinn í nýtt upprisumódel.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi. En er Jesús sá mannfjöldann kenndi hann í brjósti um hann því menn voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir er engan hirði hafa. Þá sagði hann við lærisveina sína: „Uppskeran er mikil en verkamenn fáir. Biðjið því Drottin uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.“

Matteusarguðspjall 9.35-38

Hundrað orða hugleiðing

Hann sagðist vera einn af þessum hrjáðu og umkomulausu og hafði heyrt meistarann frá Nasaret flytja fagnaðarerindið. Vildi slást í hóp verkamanna meistarans sem héldu út til fólksins með fagnaðarerindið. Hún spurði stólræðulega hvaða fagnaðarerindi hann væri að tala um og það kom hik á hann og sagði svo að það væri upprisuboðskapurinn. Hún lyfti þungmáluðum brúnum og sagðist þurfa bakgrunnsupplýsingar um hann og þá þyrfti hann að fara á samskiptanámskeið. Svo hefði allt þetta með fagnaðarerindið breyst með nýjum áherslum. Bætti við að snyrtimennska væri líka lykilatriði. Eftirvæntingin ljómaði af honum og hann sagðist vera tilbúinn í nýtt upprisumódel.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir