Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Drottinn mælti: „Hver er sá trúi og hyggni ráðsmaður sem húsbóndinn setur yfir hjú sín að gefa þeim skammtinn á réttum tíma? Sæll er sá þjónn er húsbóndinn finnur breyta svo er hann kemur. Ég segi yður með sanni: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar. En ef sá þjónn segir í hjarta sínu: Það dregst að húsbóndi minn komi, og tekur að berja þjóna og þernur, eta og drekka og verða ölvaður, þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi er hann væntir ekki, á þeirri stundu er hann veit ekki, höggva hann og láta hann fá hlut með ótrúum.
Sá þjónn sem veit vilja húsbónda síns og hirðir ekki um að hlýða honum mun barinn mörg högg. En hinn sem veit ekki hvað húsbóndi hans vill en vinnur til refsingar mun barinn fá högg. Hver sem mikið er gefið verður mikils krafinn og af þeim verður meira heimtað sem meira er léð.

Lúkasarguðspjall 12.42-48

Hundrað orða hugleiðing

Þetta er einmitt spurning sem við verðum að spyrja okkur öll að, sagði stöðumælavörðurinn sem stóð í stappi við miðaldra mann um stöðumælasektina. Spyrja um heiðarleika okkar og skynsemi. Traust og réttlætistilfinningu. Hvaða siðferði styður okkur í lífinu? Kristið siðferði eða eitthvað annað? Það hefur komið fyrir að heilt þjóðfélag hafi farið á hliðina vegna fjármálasukks og græðgi – og hver bar ábyrgðina þar? Ég? Svaf kannski kirkjan á verðinum og gleymdi að kenna siðaboðskapinn um hinn trúa og hyggna þjón? Kirkjunni er ekki lítið gefið – og hvernig fer hún með hæfileika sína og fé? Stöðumælavörðurinn var þungt hugsi.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Drottinn mælti: „Hver er sá trúi og hyggni ráðsmaður sem húsbóndinn setur yfir hjú sín að gefa þeim skammtinn á réttum tíma? Sæll er sá þjónn er húsbóndinn finnur breyta svo er hann kemur. Ég segi yður með sanni: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar. En ef sá þjónn segir í hjarta sínu: Það dregst að húsbóndi minn komi, og tekur að berja þjóna og þernur, eta og drekka og verða ölvaður, þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi er hann væntir ekki, á þeirri stundu er hann veit ekki, höggva hann og láta hann fá hlut með ótrúum.
Sá þjónn sem veit vilja húsbónda síns og hirðir ekki um að hlýða honum mun barinn mörg högg. En hinn sem veit ekki hvað húsbóndi hans vill en vinnur til refsingar mun barinn fá högg. Hver sem mikið er gefið verður mikils krafinn og af þeim verður meira heimtað sem meira er léð.

Lúkasarguðspjall 12.42-48

Hundrað orða hugleiðing

Þetta er einmitt spurning sem við verðum að spyrja okkur öll að, sagði stöðumælavörðurinn sem stóð í stappi við miðaldra mann um stöðumælasektina. Spyrja um heiðarleika okkar og skynsemi. Traust og réttlætistilfinningu. Hvaða siðferði styður okkur í lífinu? Kristið siðferði eða eitthvað annað? Það hefur komið fyrir að heilt þjóðfélag hafi farið á hliðina vegna fjármálasukks og græðgi – og hver bar ábyrgðina þar? Ég? Svaf kannski kirkjan á verðinum og gleymdi að kenna siðaboðskapinn um hinn trúa og hyggna þjón? Kirkjunni er ekki lítið gefið – og hvernig fer hún með hæfileika sína og fé? Stöðumælavörðurinn var þungt hugsi.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir