Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Jesús sagði við þá: „Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni. Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða en sá sem trúir ekki mun dæmdur verða.

Markúsarguðspjall 16.15-16

Hundrað orða hugleiðing

Það er hnippt í okkur á lífsleiðinni og minnt á að fagnaðarerindið sé fyrir alla. Hvernig ferð þú út um allan heim og kunngerir gleðiboðskapinn sem er ætlaður öllum? Hvar er þinn heimur? Þar sem þú ert. Og annað fólk. Hvað á að kunngera? Guð er kominn í heiminn og faðmar mannkyn í kærleika, boðar upprisu og nýtt líf í frelsaranum. Tært vatnið sem umlykur höfuðið og mjúk blessunarorðin bera trúnni vitni. Kærleikanum. Allt eru þetta traustir hornstólpar undir hamingjulíf sem svo mörg okkar þrá. En þau sem hleypa trúnni ekki inn standa á hliðarlínunni og velta vöngum. Efast. Neita.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Jesús sagði við þá: „Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni. Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða en sá sem trúir ekki mun dæmdur verða.

Markúsarguðspjall 16.15-16

Hundrað orða hugleiðing

Það er hnippt í okkur á lífsleiðinni og minnt á að fagnaðarerindið sé fyrir alla. Hvernig ferð þú út um allan heim og kunngerir gleðiboðskapinn sem er ætlaður öllum? Hvar er þinn heimur? Þar sem þú ert. Og annað fólk. Hvað á að kunngera? Guð er kominn í heiminn og faðmar mannkyn í kærleika, boðar upprisu og nýtt líf í frelsaranum. Tært vatnið sem umlykur höfuðið og mjúk blessunarorðin bera trúnni vitni. Kærleikanum. Allt eru þetta traustir hornstólpar undir hamingjulíf sem svo mörg okkar þrá. En þau sem hleypa trúnni ekki inn standa á hliðarlínunni og velta vöngum. Efast. Neita.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir