Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa. Var honum fengin bók Jesaja spámanns. Hann lauk upp bókinni og fann staðinn þar sem ritað er:
Andi Drottins er yfir mér
af því að hann hefur smurt mig.
Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap,
boða bandingjum lausn
og blindum sýn,
láta þjáða lausa
og kunngjöra náðarár Drottins.
Síðan lukti Jesús aftur bókinni, fékk hana þjóninum og settist niður en augu allra í samkundunni hvíldu á honum. Hann tók þá að tala til þeirra: „Í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar.“

Lúkasarguðspjall 4.16-21

Hundrað orða hugleiðing

Sannarlega heiður að vera ræðumaður á aðventukvöldinu og feta í spor ýmissa þjóðkunnra. Enda var hann rísandi stjarna og nýkjörinn formaður Stjórnmálaflokksins. Flokks sem hafði ráð undir rifi hverju. Og talaði stundum tveim tungum skaut kærastan hans alltaf að. Já. Hún. Átti hann að tala um ábyrgð sína og framtíð? Andann sem hafði knúið metnað hans? Eða íslenskt mál? Hvað var þetta „lukti“ þarna í textanum? Gleðilegur boðskapur, flott pólitískt kjörorð. Ekki bara handa fátækum heldur öllum. Stjórnmálin voru næsti lifandi bær við trúna. Nauðsynleg. Ræðan, já. Var hún ekki þarna?: „Í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa. Var honum fengin bók Jesaja spámanns. Hann lauk upp bókinni og fann staðinn þar sem ritað er:
Andi Drottins er yfir mér
af því að hann hefur smurt mig.
Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap,
boða bandingjum lausn
og blindum sýn,
láta þjáða lausa
og kunngjöra náðarár Drottins.
Síðan lukti Jesús aftur bókinni, fékk hana þjóninum og settist niður en augu allra í samkundunni hvíldu á honum. Hann tók þá að tala til þeirra: „Í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar.“

Lúkasarguðspjall 4.16-21

Hundrað orða hugleiðing

Sannarlega heiður að vera ræðumaður á aðventukvöldinu og feta í spor ýmissa þjóðkunnra. Enda var hann rísandi stjarna og nýkjörinn formaður Stjórnmálaflokksins. Flokks sem hafði ráð undir rifi hverju. Og talaði stundum tveim tungum skaut kærastan hans alltaf að. Já. Hún. Átti hann að tala um ábyrgð sína og framtíð? Andann sem hafði knúið metnað hans? Eða íslenskt mál? Hvað var þetta „lukti“ þarna í textanum? Gleðilegur boðskapur, flott pólitískt kjörorð. Ekki bara handa fátækum heldur öllum. Stjórnmálin voru næsti lifandi bær við trúna. Nauðsynleg. Ræðan, já. Var hún ekki þarna?: „Í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar.“

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir