Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Og er stundin var komin gekk Jesús til borðs og postularnir með honum. Og hann sagði við þá: „Hjartanlega hef ég þráð að neyta þessarar páskamáltíðar með yður áður en ég líð. Því ég segi yður: Eigi mun ég framar neyta hennar fyrr en hún fullkomnast í Guðs ríki.“
Þá tók hann kaleik, gerði þakkir og sagði: „Takið þetta og skiptið með yður. Því ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins fyrr en Guðs ríki kemur.“
Og hann tók brauð, gerði þakkir, braut það, gaf þeim og sagði: „Þetta er líkami minn sem fyrir yður er gefinn. Gerið þetta í mína minningu.“ Eins tók hann kaleikinn eftir kvöldmáltíðina og sagði: „Þessi kaleikur er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði sem fyrir yður er úthellt.

Lúkasarguðspjall 22.14-20

Hundrað orða hugleiðing

„Gerið þetta í mína minningu,” ég hef alltaf skilið þessi orð með mínum hætti, sagði gamli maðurinn skýrmæltur. Meistarinn frá Nasaret gaf sig allan til að koma viti fyrir okkur. Okkar er aðeins að taka á móti því. Við sjáum víða hörmungar sem mennirnir kalla yfir sig: þeir minnast ekki meistarans. Um daginn friðmæltust tveir heimilismenn hér á dvalarheimilinu sem áttu í stórstyrjöld og beittu stöfum sínum sem vopnum. Ef gamalmenni leggja út í heimilisstyrjöld því þá ekki harðstjórar sem eiga skriðdreka og eiturvopn? Friður í sál og líkama, það er meistarinn. Friður í heimi. Gerum það í minningu hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Og er stundin var komin gekk Jesús til borðs og postularnir með honum. Og hann sagði við þá: „Hjartanlega hef ég þráð að neyta þessarar páskamáltíðar með yður áður en ég líð. Því ég segi yður: Eigi mun ég framar neyta hennar fyrr en hún fullkomnast í Guðs ríki.“
Þá tók hann kaleik, gerði þakkir og sagði: „Takið þetta og skiptið með yður. Því ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins fyrr en Guðs ríki kemur.“
Og hann tók brauð, gerði þakkir, braut það, gaf þeim og sagði: „Þetta er líkami minn sem fyrir yður er gefinn. Gerið þetta í mína minningu.“ Eins tók hann kaleikinn eftir kvöldmáltíðina og sagði: „Þessi kaleikur er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði sem fyrir yður er úthellt.

Lúkasarguðspjall 22.14-20

Hundrað orða hugleiðing

„Gerið þetta í mína minningu,” ég hef alltaf skilið þessi orð með mínum hætti, sagði gamli maðurinn skýrmæltur. Meistarinn frá Nasaret gaf sig allan til að koma viti fyrir okkur. Okkar er aðeins að taka á móti því. Við sjáum víða hörmungar sem mennirnir kalla yfir sig: þeir minnast ekki meistarans. Um daginn friðmæltust tveir heimilismenn hér á dvalarheimilinu sem áttu í stórstyrjöld og beittu stöfum sínum sem vopnum. Ef gamalmenni leggja út í heimilisstyrjöld því þá ekki harðstjórar sem eiga skriðdreka og eiturvopn? Friður í sál og líkama, það er meistarinn. Friður í heimi. Gerum það í minningu hans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir