Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Á þeim tíma tók Jesús svo til orða: „Ég vegsama þig, faðir, Drottinn himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum en opinberað það smælingjum. Já, faðir, svo var þér þóknanlegt.
Allt hefur faðir minn falið mér og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann.

Matteusarguðspjall 11.25-27

Hundrað orða hugleiðing

Áhrifavaldurinn leit brennandi augum yfir mannþyrpinguna. Sagði björtum rómi að nú væru þau öll komin í sviðsljósið. Fagnaðarerindið væri ekki nein geimvísindi heldur mjög svo einfalt enda sérstaklega opinberað almúganum og smælingjunum. Bernskur hugur fólks á öllum aldri skildi fagnaðarerindið betur en heiðarlegir reiknimeistarar heimsins og yndislegir snillingar. Menn hefðu lengið haldið og héldu enn að hægt væri að skilja almættið með mannlegri snilld. Það væri firra því að öll hugsun mannsins og allar heimsins ofurtölvur væru brjóstumkennanlegar miðað við þríeinan undradisk almættisins. Sá sem sætti sig við smælingjann í sjálfum sér væri kominn í túnfót almættisins, andans og frelsarans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Á þeim tíma tók Jesús svo til orða: „Ég vegsama þig, faðir, Drottinn himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum en opinberað það smælingjum. Já, faðir, svo var þér þóknanlegt.
Allt hefur faðir minn falið mér og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann.

Matteusarguðspjall 11.25-27

Hundrað orða hugleiðing

Áhrifavaldurinn leit brennandi augum yfir mannþyrpinguna. Sagði björtum rómi að nú væru þau öll komin í sviðsljósið. Fagnaðarerindið væri ekki nein geimvísindi heldur mjög svo einfalt enda sérstaklega opinberað almúganum og smælingjunum. Bernskur hugur fólks á öllum aldri skildi fagnaðarerindið betur en heiðarlegir reiknimeistarar heimsins og yndislegir snillingar. Menn hefðu lengið haldið og héldu enn að hægt væri að skilja almættið með mannlegri snilld. Það væri firra því að öll hugsun mannsins og allar heimsins ofurtölvur væru brjóstumkennanlegar miðað við þríeinan undradisk almættisins. Sá sem sætti sig við smælingjann í sjálfum sér væri kominn í túnfót almættisins, andans og frelsarans.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir