Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þetta tog á milli trúar og efa fer ekki vel með sálarhróið og það er ekkert leyndarmál. Ég er þannig persóna að ég vil hafa allt á hreinu og segi það sem mér býr í brjósti. Kannski er ég þverhaus en trú er trú og efi er efi. Tómas er minn bjargvættur og mér hefur alltaf þótt gott að halla mér að honum þegar heit trúin yljar mér eina lífsstund eða þegar hrímgrár efi leggst þungt á sálina. Ég veit að trúin lifnar við þegar ég set trúardofinn fingur minn í sár lífsins og ilmandi upprisa tekur um hönd mína.
.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Þetta tog á milli trúar og efa fer ekki vel með sálarhróið og það er ekkert leyndarmál. Ég er þannig persóna að ég vil hafa allt á hreinu og segi það sem mér býr í brjósti. Kannski er ég þverhaus en trú er trú og efi er efi. Tómas er minn bjargvættur og mér hefur alltaf þótt gott að halla mér að honum þegar heit trúin yljar mér eina lífsstund eða þegar hrímgrár efi leggst þungt á sálina. Ég veit að trúin lifnar við þegar ég set trúardofinn fingur minn í sár lífsins og ilmandi upprisa tekur um hönd mína.
.